Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 28
26 -
og síra Friðrik og erindsrekar frá 14 söfnuðum.
Á þinginu vóru gerðar ýmsar fundarsamþykktir
t. d. í bindindismálinu. það mál naut þá meiri
hylli hjá prestunum, en á seinni kirkjuþingum.
3. kirkjuþingið var lialdið í Winnipeg 1887.
Þar mættu 2 prestar, sömu og árið áður, og
erindsrekar frá 13 söfnuðum. Á kirkjuþingi þessu
vóru grundvallarlög kirkjufjelagsins endurskoðuð.
í’á fyrst varð trúaijátning kirkjufjeiagsins fullkom-
lega lútersk. Áður hafði »Ágsborgarjátningunni«
verið neitað urn fullkomið gildi. Þá var og sam-
þykkt frumvarp til safnaðarlaga og fundarreglur
fyrir kirkjuþingin. Allt þetta var mjög þarft verk.
Því lög safnaðanna vótu í fyrstu nreð ýmsu móti.
Og fundastjórnin á kirkjuþingunum hafði verið
mjög viðvaningsleg. Á kirkjuþingi þessu var
skólamálið aðalntálið (bls. 13—16). — í des.
1887 var íslenzka kirkjan í Winnipeg vígð.
4, kirkjuþingið var haldið á Mountain í Norður-
Dakota 1888. í’ar mættu erindsrekar frá 15
söfnuðum og 4 prestar. 2 þessara'presta höfðu
komið í þjónustu kirkjufjelagsins í ágúst 1887.
Annar þeirra, síra Magnús J. Skaptasón, kom
heinian frá íslandi. Hann var »ráðinn af stra
Jóni í kirkjufjelagsins nafni sem prestur í Nýja
íslandi« (»Sam.« II. bls. 69). Hinn presturinn
var síra N. Steingrímur þorláksson (fluttist vestur
1873). Hann tók stúdentspróf við »latínuskóla