Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 7

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 7
5 Sakir þess »skrifaði mesti mannfjöldi sig til Brasilíu- ferðar« 1873. Nú var tekið að rita á móti Brasilíu- ferðum og mönnum ráðið alvarlega fra að fara þangað. Magnús Eiríksson í Kaupmannahöfn og Jakob Hálfdánarson á Brettingsstöðum höfðu verið vanir að leiðbeina vesturförum þeim, er fluttust til Brasilíu. Þeir Íýstu nú yfir því, að þeir gætu eigi framar haft þann starfa á hendi (»Norðan- fari« 1. júní J 873). Sakir þess fóru eigi nema 33 til Brasilíu en 258 til Bandaríkjanna og Kanada sumarið 1873. Brasilíu-ferðum var nú alger- lega lokið. Og Islendingar þeir, sem þangað fluttust, cru að hverfa úr sögu Vestur-íslendinga. Eigi höfðu allir, sem ætluðu að fara, komizt vestur 1873. Vesturferðum var því haldið áfram. »Norðanfari« mælti þá mjög með vesturferðum og flutti mörg glæsileg brjef frá Vestur-íslending- um. Og Páll Magnússon á Akureyri gaf út blaðið »Ameríku« 1873—1874. Það var aðeins vestur- ferðablað, enda var hann þá »agent« fyrir norska »útflutningslínu«. Kanada-stjórn veitti og »nokkurn styrk til fararinnar«. Vesturfarar urðu því all- margir árið 1874, um 389 manns. Jón ritstjóri Ólafsson fór 1873 til Vestur- heims. Árið 1874 skoðaði hann land í Alaska. Hann ritaði lýsing á landinu og hafði hana (prentaða) með sjer heim til íslands vorið 1875. Tón settist að á íslandi og vann alls ekkert að

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.