Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 12

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 12
10 Scotland« (»Heimskringla« 27. sept. 1888). En »Lögberg« hjelt því fram, að íslandi »sje ekki viðhjálpandi«. Þess vegna verði að »leita á náðir hjerlendra manna (o: Kanada- og Bandaríkja- manna) um að flytja íslendinga þúsundum saman burt« frá íslandi til Vesturheims (»Lögberg« 1. ág. og 5. sept. 1888). Síra Jón var sendur heim til íslands 1889. Þá fjekk hann 200 dollara ferða- styrk* fyrir »í kyrþey að vinna að útflutningi frá íslandi«. Þetta var næsta eðlilegt, þar sem hann þá var talinn aðalvesturferða-»agentinn« i Winni- peg (»Tjaldbúðin« VI. bls. 11—12). Um 700 íslendingar fluttust vestur um haf 1889. Árið 1890 fluttust 200 íslendingar til Vestur- heims. Það ár fóru þeir ritstjórarnir Jón Ólafs- son (»Dannebrog« 18. júlí 1901) og Gestur Páls- son (dáinn í Winnipeg 19. ág. 1891) vestur um haf. Árin 1891 —1892 vóru vesturfarar 375 að tölu. Árið 1893 vóru þrír »agentar« á íslandi, allir hver öðrum duglegri (Baldvin, Sigtryggur og Sig- urður Kristófersson). Manitoba-stjórn »lánaði * I ferðareikningi síra Jóns (»Lögberg« 6. ág. 1890) stendur: »Utborgað af mjer í peningum á ferðinni (o: íslandsferðinni) 265 dollarar«. Pað er »farbrjef fyrir Mrs. Bjarnason 200 dollarar« og aukakostnaður 65 dollarar. Sjálfur tjekk hann »gefins farbrjef« (»Lögberg« 1. jiilí 1891). I^að vóru »agents«-laun hans: 200 dollarar.

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.