Tjaldbúðin - 01.01.1902, Side 18

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Side 18
16 — þingsmenn frá Bandaríkjunum (undir forustu síra Friðriks) vildu láta reisa skólann í Norður-Dakota. En kirkjuþingsmenn frá Kanada (undir forustu síra Jóns) vildu láta skólann vera reistan ( Winnipeg. Flokkarnir vóru nálega jafnsterkir og kepptust um yfirráðin yfir skólasjóðnum og skólanum. Sundr- ung þessi reið skólamálinu að fullu. Á kirkjuþingi 1900 var skólamálið komið ( þær ógöngur sakir flokkadrátta og stjórnleysis í kirkjufjelaginu, að það hlaut að falla. Á kirkju- þingi þessu var ákveðið að hætta algerlega við skólamálið. Skólasjóðurinn var talinn um 6000 dollara (eptir að safnað hafði verið í liann í 13 ár), þegar skólahugmyndin var látin falla. Fje þessu á að verja til að styrkja fátæka og efnilega íslenzka námsmenn vestan hafs. Og er það í alla staði lofsvert. Auk þess verður reynt að koma á fót kennslu í íslenzku við einhvern latínu- skóla (College) í Bandaríkjunum eða Kanada. Samt verður íslenzka eigi skyldu-námsgrein við skólann, og ekkert próf verður í henni tekið. Kennslu þessari verður aðeins haldið áfram um stundarsakir (»Berlingske Tidende« 22. sept. 1900). Skólamál Vestur-íslendinga var á dagskrá í 16 ár (1884—1900). Því er nú algerlega lokið. Vestur- Islendingar hafa eigi sjeð sjer fært að koma upp íslenzkum skóla vestan hafs. Og er það illa farið.

x

Tjaldbúðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.