Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 20

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 20
— 18 mónatrú og tóku aptur upp lúterska trú. Leið- togi þessara manna var Runólfur Runólfsson, vinsæll og velmetinn leikmaður, Hann leitaði hjálpar til íslenzka kirkjufjelagsins 1890. Og gerðist hann síðan trúboði þess. Sakir fátæktáu' gat kirkjufjelagið ekki styrkt trúboð hans með fje. Runólfur leitaði þá á náðir General Council’s (kirkjufjelaga-samband eitt lúterskt í Bandaríkjun- urn) og fjekk beztu viðtökur. Kirkja var reist handa söfnuðinum og Runólfi leyft að taka skirkjulegt próf« og prestvígslu Bæði kirkju- vígslan og prestvígslan fór fram 31. okt. 1892. Auðvitað telur General Council sjer söfnuðinn og hcfur tekið hann ^ safnaðaskrá sína. Páll stúdent rorláksson fór vestur um haf 1872. Árið eptir kom hann á fót íslenzkri ný- li) lendu í Sba^ano Co. í Wisconsin. Yorið 1875 tók hann embættispróf í guðfræði (við þýzkan prestaskóla í bænum St. Louis í Missouri) og síðan prestvígslu. Hann varð prestur norskra U) safnaða í Sha^ano Co. 1875. Og undir eins tókst honum að koma þar á fót fyrsta lúterska söfnuðinum rneðal Vestur-íslendinga sumarið 1875 (»Tjaldbúðin« V. bls. 46). Siðasta sumardag 21. okt. 1875 settist all- stór hópur Vestur-íslendinga að á vesturströnd Winnipeg-vatns og nam þar land. f’ar reis upp

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.