Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 13

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 13
11 vesturförum fargjöld«. »Agentarnir« unnu að út- flutningi með mesta ákafa, enda fengu þeir 720 vesturfara með sjer vestur. Árið 1894 vóru tveir »agentar« heima á Is- landi (Sigtryggur og Magnús Pálsson). 150 manns fóru þá vestur um haf. Meðal þeirra var síra Oddur V. Gíslason* (»TJjóðólfur« 29. marz 1901). Áríð 1895 fór Einar Hjörleifsson (meðlimur innflutningsnefndarinnar) heim til íslands. Meðan Einar væri á íslandi, átti Sigtryggur að vera rit- stjóri »Lögbergs« undir leiðsögn síra Jóns. Einar var eigi kominn aptur vestur í árslok 1900, en »var væntanlegur* 1901 eða 1902. Árin 1895— 1896 fluttust 136 íslendingar til Vesturheims. Árin 1897—1898 var nýr »agent« heima á íslandi, Vilhelm Pálsson. 186 manns fluttust þá vestur. Árið 1899 fóru 100 íslcndingar til Vestur- hcims. Kirkjufjelagið ljet ráðleggja einum þeirra að koma vestur »undan hcgningu laganna á Is- landi«. f’cgar vestur var komið, tókst hann undir * í grein þessari í »Pjóðólfi« er farið eptir því, sem síra Oddur hefur sjálfur sagt (sbr. gremjuþrungið brjef hans í »Sameiningunni«, nóv. 1900). En á kirkjuþingi 1901 reyndi forsetinn og fylgismenn hans að neyða síra Odd til að taka orð sín aptur. Loksins varð gamalmennið (síra Oddur) að láta undan og draga nokkuð úr orðum sínum, til þess að fá að halda söfnuði sínum í Nýja íslandi.

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.