Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 30

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 30
28 lítil áhrif á íslendinga, sem undirorpnir eru freist- ingum hins nýja og órólega lífs hjer vestur frá« (»Lögberg« 19. des. 1888). Presbyteríanar rcistu kirkju í Winnipeg handa Jónasi 1888. Árið eptir var hún stækkuð og vígð (22. sept. 18891. Kirkjan var kennd við Lúter, og átti það nafn eigi vel við. Jónas tók próf í guðfræði og prest- ® vígslu í sept. 1890. Eptir dauða Jónasar (5. des. 1891) tók fyrst Lárus bróðir hans og si'ðan Ingvar Búason trúboð þetta að sjer. I’etta trúboð Presbyteríana (og seinna Baptista) hefur dregið nokkra Winnipeg-íslendinga út úr lútersku kirkj- unni. »Heimskringla« var fyrstu ár sín (1886— 1887) mjög hlynnt kirkjufjelaginu. Síðan komst »Lögberg« áfót!888. Leiðtogar kirkjufjelagsins eru hluthafar í »Lögbergi«. í’eir mæltu fram með blaði sínu og reyndu á allan hátt að draga kaup- endur frá »Heimskringlu«. I’etta kom fram á kirkjuþinginu 1889. »Heimskringla« sncrist þá gegn kirkjufjelaginu. 6. kirkjuþingið var haldið í Nýja íslandi 1890. Ihar mættu erindsrekar frá 17 söfnuðum og 4 prestar, síra Jón, síra Friðrik, síra Magnús og sfra Hafstcinn Pjetursson.* (Síra Steingrímur * Hann var þá nýlega orðinn prestur Argyle-safnaða (»Tjal<lbúðin« V. bls. 10).

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.