Tjaldbúðin - 01.01.1902, Page 30

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Page 30
28 lítil áhrif á íslendinga, sem undirorpnir eru freist- ingum hins nýja og órólega lífs hjer vestur frá« (»Lögberg« 19. des. 1888). Presbyteríanar rcistu kirkju í Winnipeg handa Jónasi 1888. Árið eptir var hún stækkuð og vígð (22. sept. 18891. Kirkjan var kennd við Lúter, og átti það nafn eigi vel við. Jónas tók próf í guðfræði og prest- ® vígslu í sept. 1890. Eptir dauða Jónasar (5. des. 1891) tók fyrst Lárus bróðir hans og si'ðan Ingvar Búason trúboð þetta að sjer. I’etta trúboð Presbyteríana (og seinna Baptista) hefur dregið nokkra Winnipeg-íslendinga út úr lútersku kirkj- unni. »Heimskringla« var fyrstu ár sín (1886— 1887) mjög hlynnt kirkjufjelaginu. Síðan komst »Lögberg« áfót!888. Leiðtogar kirkjufjelagsins eru hluthafar í »Lögbergi«. í’eir mæltu fram með blaði sínu og reyndu á allan hátt að draga kaup- endur frá »Heimskringlu«. I’etta kom fram á kirkjuþinginu 1889. »Heimskringla« sncrist þá gegn kirkjufjelaginu. 6. kirkjuþingið var haldið í Nýja íslandi 1890. Ihar mættu erindsrekar frá 17 söfnuðum og 4 prestar, síra Jón, síra Friðrik, síra Magnús og sfra Hafstcinn Pjetursson.* (Síra Steingrímur * Hann var þá nýlega orðinn prestur Argyle-safnaða (»Tjal<lbúðin« V. bls. 10).

x

Tjaldbúðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.