Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 13
lútg. sjómannadagsráðið
REYKJAVÍK - 4. JÚNÍ 1939
SJÓMANNADAGURINN.
Öjómannadagurinn er í dag. Það er tæpt ár
iiðið síðan sjómannadagurinn var haldinn hátíð-
legur í fyrsta sinn. Á þessum tíma hafa stór
skörð verið höggvin í raðir okkar, nokkrir af
þeim, sem voru glaðir og áhugasamir þátttak-
endur, hafa látið líf sitt í hinni hörðu baráttu
við Ægi. Blessuð sé minning þeirra.
Eftir þeirri reynslu, sem fékkst á fyrsta sjó-
mannadeginum, má vænta þess, að ennþá verði
almennari þátttaka nú í hátíðahöldum dagsins.
Þennan dag eiga allir sjómenn að sameinast
sem einn maður, hvaða stöðu, sem þeir hafa,
og hvar á landinu sem þeir búa. Það er ekki
til mikils mælst, þó að sjómenn fái einn dag á
ári til hátíðahalda, því að aðrar vinnandi stéttir
hafa alla sunnudaga og aðra helgidaga til um-
ráða, en sjómaðurinn verður alltaf að gegna sín-
um skyldustörfum, án tillits til þess, hvaða dag-
ur er. Ef spurt er að því hvaða þýðingu sjó-
mannadagurinn hafi fyrir íslenzka sjómanna-
stétt, þá er því til að svara, að það er þegar farið
að sýna sig, að hann hefir mjög mikla þýðingu,
og vísa ég til ýmsra frásagna um fyrsta sjó-
mannadaginn, sem birtar eru á öðrum stað í
blaðinu. Þenna dag kynna sjómennirnir þjóðinni
störf sín í þágu hennar, bera fram óskir sínar og
kröfur um það, sem þeim þykir ábótavant, svo
sem betri menntun, fleiri vita, fullkomnara
skipaeftirht, endurbætta tryggingarlöggjöf og
margt fleira.
Sjómennirnir sjálfir láta þá alþjóð vita,
hvernig hún væri stödd, ef þeirra nyti ekki við,
og hverjir hafi lagt mest í sölurnar, svo að
hægt hafi verið að færa landið nær umheimin-
um, t. d. með skipastól okkar, síma, útvarpi
o. s. frv.
Að þessu athuguðu virðist það nokkuð órétt-
mætt, sem oft hefir skeð, að menn hafa viljað
draga úr menntun og sérþekkingu sjómanna-
stéttarinnar, og hafa komið fram á alþingi þjóð-
arinnar allmargar tillögur í þá átt og verið tekn-
ar til greina, þrátt fyrir rökstudd mótmæli f jöl-
margia stéttarfélaga, og má segja, að enn sé
ekki fyllilega séð, hvað langt verði gengið í
þessum greinum. Á síðasta þingi var eitt slíkt
frumvarp tilbúið, en var ekki lagt fram, svo að
menn verða sannarlega að vera á verði hvað
þetta atriði snertir. Og einmitt nú á sjómanna-
daginn á þjóðinni að verða skiljanlegt hvert
stefnir, ef sú ógæfa skyldi henda hina ráðandi
menn hennar, að draga úr sérmenntun sjó-
manna á einn eða annan hátt.
En við verðum að gera mikið meira. Á sjó-
mannadeginum verðum við að kref jast þess, að
byggt verði skólahús fyrir stéttina, annað en
það, sem nú er, því að það er algerlega ófull-
nægjandi.
Það er eftirtektarvert, að á þeirri miklu
skólaöld, sem við lifum á, skuli einmitt sjó-
mannastéttin hafa verið höfð á hakanum, þrátt
fyrir marg endurteknar óskir um að þetta væri
bætt. Hafa íslenzkir sjómenn ekki unnið til þess
að fá þak yfir höfuðið, svo að þeim líði þolan-
lega þann stutta tíma, sem þeim er ætlaður til
náms? Það lítur ekki út fyrir það, ef dæma á
eftir framkvæmdunum.
Islenzkir sjómenn, takmarkið er, að sem fyrst
verði reist af þjóðinni veglegt skólahús, þar sem