Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 31

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 31
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11 Hin menningarlegu verðmæti, sem íslending- ar tileinkuðu sér á utanlandsferðum sínum, skiptu og eigi litlu máli fyrir andlegt samneyti manna hér á þjóðveldistímanum og síðar. Enda urðu verzlunarferðir íslendinga eitthvert veiga- mesta og kærkomnasta frásagnarefni, þegar söguritun hófst. Bygging Grænlands og fundur Vínlands, er meðal annars beinn árangur af farmennsku- starfsemi fslendinga á tíundu öld. Er naumast hægt að gera sér ljóst, hve geisimikið afrek það hefir verið. Um 500 árum síðar var það tahð hið mesta hreystiverk, að sigla yfir Atlantshaf á 35. breiddarstigi á stórum og vel búnum skipum. Hversu miklu meira afrek hefir það ekki verið, sem fslendingar leystu af hendi, er þeir á sínum litlu skip- um sigldu fram og aftur um hinn nyrzta hluta Atlantshafs með þeim einum útbúnaði, sem breiðfirzkir bændur gátu látið í té. íslendinga hefir vissulega ekki skort djörfung og áræði á þeim tímum. Gott dæmi um skipakost íslend- inga á þeim tímum, er bygging Grænlands. Árið 985 eða 986 eru mönnuð eigi færri en 25 haffær skip, aðeins úr Breiðafirði og Borg- arfirði, til Grænlandsferðar. Má geta nærri, að víðar á landinu hafa verið haffær skip fyrir hendi en í þessum héruðum. Farmenn „komu skipum sínum“, eins og það var kallað, nokkurn veginn reglulega kringum land, þar sem um hafnir var að ræða. Hefir það sennilega að nokkru leyti verið með hliðsjón til sölumöguleika og dreifingar á varn- ingnum. Þegar skip voru affermd, var þeim „róið til hlunns“ og dregin á land. Þröngir vog- ar eða árósar voru ákjósanlegustu staðirnir til þess. Þess er ekki getið, að utanferðir til annarra landa hafi verið minni þetta sumar en endra- nær. Fiskveiðar munu frá öndverðu hafa verið aðalbjargræðisvegur Islendinga. Sennilega miklu þýðingarmeiri en ráða má af sögunum. Frá fiskveiðunum hefir Islendingum þá, eins og nú, komið kjarkurinn og sumpart kunnáttan til þess að meðhöndla hin stærri skip. Siglingar og utanríkisverzlunin hafði eigi minni þýðingu fyrir efnahag og menningu þjóðarinn- ar fyrr á tímum en nú. Er því skiljanleg sú afturför og hrörnun, sem átti sér stað hér á landi, þegar hvorttveggja var gengið að mestu úr höndum landsmanna. Að vísu voru margar aðrar ástæður, sem ollu ófarnaði þjóðarinnar á miðöldunum, en óefað hefir samgönguleysið við útlönd og verzlunaránauðin verið stærsta bölið. Verzlunarferðir til íslands hafa fyrr á öldum verið dýr og áhættusöm fyrirtæki. Útlendum mönnum geklt ekki annað til að ráðast í þær ferðir, en mikil ábatavon, ef vel gengi. Þann ábata, sem ávallt var fluttur út úr landinu, eftir að íslendingar sjálfir hættu farmennsku, greiddu þeir með óhagstæðum vöruskiptum og ófullkominni verzlun á allan hátt. Nýlenda Islendinga á Grænlandi leið undir lok vegna samgönguleysis, að því er talið er. Seglskip.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.