Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Page 39

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Page 39
SJÖMANNADAGSBLAÐIÐ 15 Vísan þessi var kveðin, er bátur nokkur úr Bjarneyjum á Breiðafirði var að halda heim- leiðis úr róðri. Þar var margt kvenna innan borðs. Hvergi hér á landi mun það hafa verið jafn algengt og á Breiðafirði, að kvenfólk reri til fiskjar. Stórbændurnir við Breiðafjörð sendu vinnukonur sínar í verið haust og vor. Til þeirr- ar ferðar voru jafnan valdar þær dugmestu og harðgerustu. — Bjarneyjar á Breiðafirði voru lengst af ein stærsta eyjaverstöð landsins. Þar var jafnan saman komið fleira kvenfólk til sjó- sóknar, en í nokkurri annarri verstöð. Oft fór orð af því, hversu þar var margt um góðar dragreipiskonur, og var jafnvel talið, að á sum- um bátum væri þeim frekar trúað fyrir þeim verkum en körlum. Snæbjörn í Hergilsey var um langt skeið tal- inn einhver slyngasti sjómaður við Breiðaf jörð. Hann taldi, að Guðrún fóstra sín hefði kennt sér að stjórna bátum, er hún fræddi hann um þau efni við hlóðir í eldhúsinu á bernskuárum hans. Um þetta efni segir hann svo í ævisögu sinni: Á fullorðinsárum hefi ég oft tekið til þeirrar reglu í vondum veðrum, er hún kenndi mér, og þótt betur fara. Ég dáist að því í huga mínum, hve mikla þekkingu hún hafði til að bera á öllu, er að stjórn laut. Ég á henni að þakka það lítið, er ég kann að verja bát áföll- um. Ég hefi aldrei heyrt formann lýsa stjórn svo vel á þurru landi, að til jafnaðar sé. Ummæli Snæbjarnar um Guðrúnu, fóstru sína, gætu máske átt við um fleiri breiðfirzk- ar konur á þeim tímum, og þau sýna glöggt, „að þeim var kunnug láarleið“. m. Kona sú í Norðlendingafjórðungi, er mest orð hefir farið af fyrir sjómennsku, var Látrar Björg. Hún var fædd á öndverðri 18. öld, og var dóttir Einars stúdents Sæmundssonar. — Björg ólst upp á Látrum við Eyjaf jörð og dvaldi þar lengst ævi sinnar, og var ætíð einhleyp og sjálfrar sín. Hún var talin kvenna ferlegust ásýndum og hataði allt skraut og sundurgerð. Jafnan klæddist hún sauðsvartri hempu, er náði henni á mitt læri, og hafði oftast sauðmórauða hettu á höfði. Atferli hennar þótti heldur ókvenlegt í mörgu, enda var hún talin forn í skapi. Hún var skáld gott og trúðu sumir því, að hún væri kraftaskáld. Björg stundaði sjó lengi fram eftir ævi og er sagt, að hún væri jöfn til róðurs hinum kná- legustu sjómönnum. Ekkert starf féll henni betur en að róa til fiskjar. Menn þeir, sem með henni reru, trúðu því almennt, að hún kvæði að sér fisk, þegar fátt var um hann. Eitt sinn, er hún var í róðri, gerði hún vísu þessa: Bendi drottinn mildur mér, minn á öngul valinn, flyðru þá, sem falleg er fyrir sporðinn alin. Það hefir ekki verið nein smáræðis skepna, sem Látra-Björg hefir óskað sér í það skiptið, en hvað um það, flyðruna fékk hún skömmu síðar, að því sagt er. Einhverju sinni síðar kvað hún vísu þessa, er hún æskti sér fisks: Guð minn góður gefi mér geðuga fiska fjóra. Hann mun sjálfur hugsa sér að hafa þá nógu stóra. Eitt sinn, er Björg var við uppsetning og á var sunnanstormur, báðu skipverjar hana að kveða niður storminn. Hún yppti öxlum og lézt eigi vita, hvað því liði, en kvað þá vísu þessa: Bið ég höddur blóðugar, þótt bregði upp faldi sínum, Ránardætur reisugar rassi’ að vægja mínum. Sagt er, að skömmu seinna hafi veðrinu slotað. Eitt sinn reri hún með Einari nokkrum, er sumir telja að hafi verið faðir hennar, og kvað hún þá vísu þessa: Fyrir Fossdal fauk og strauk, fallega bátur slagaði. Einar stýrði ölduhauk og öllu vel til hagaði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.