Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 60

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 60
24 SJÖMANNADAGSBLAÐIÐ Slysavarnafélagið og starfsemi þess. Eftir JÓN E. BERGSVEINSSON. Eins og kunnugt er, hefir Slysavarnafélag ís- lands nú starfað í rúm 11 ár. Störfin hafa miðað að því, eins og lög félags- ins ákveða, að sporna við sjóslysum, drukkn- unum og öðrum slysum, og vinna að því, að hjálp sé fyrir hendi handa þeim, sem lenda kunna í sjávarháska. Til þessa hefir félagið not- ið stuðnings marga velviljaðra karla, kvenna og stofnana. Pyrir það fé, sem inn hefir komið, hafa verið keypt björgunartæki og þeim komið fyrir á 36 stöðum víðsvegar um land. Það hefir látið smíða björgunarskip, SÆBJÖRGU, sem er ætlað það sérstaka hlutverk, að vera fiskiflot- anum og fleiri skipum til öryggis, hjálpar og aðstoðar, eftir því sem unnt er og við verður komið. Pélagið á þátt í því, að drukknanatala sjómanna hér við land hefir lækkað úr 70,2 að meðaltali á ári, sem hún var á tímabilinu 1880 til 1928, og niður í 44,3, sem meðaltal drukkn- aðra hefir reynzt síðustu 11 árin. Með komu björgunarskipsins SÆBJÖRG á öndverðu árinu 1938, hófst nýr þáttur í starf- semi félagsins. Það má segja, að með komu skipsins færði félagið starfsemina út fyrir land- steinana. Útkoman á þessari starfsemi má eftir atvikum teljast viðunandi, það sem af er. Á árinu 1938 dró skipið 8 báta að landi, sem voru með bilaðar vélar, eða ósjálfbjarga á annan hátt, og voru skipshafnir þessarra báta samtals 72 menn. Það sem af er þessu ári hefir skipið dregið að landi eða milh hafna 20 báta, sem hafa verið með bilaðar vélar eða ósjálfbjarga á annan hátt og hefir áhöfn þessarra báta sam- tals verið 148 manns. Auk þess veitti hún skip- brotsmönnum af togaranum „Hannes ráðherra“ mikilsverða aðstoð, þegar togarinn strandaði við Kjalarnesstanga 14. febrúar s.l., en þeir voru 18 að tölu. Aðstoð skipsins við fiskiflotann á að geta haft áhrif á útgjöld vátryggingarfélaganna, þannig að útgjöld þeirra minnki frá því, sem verið hefir. Sömuleiðis á starfsemin að geta sparað slysa- og líftryggingarfélögunum útgjöld þeirra í tryggingarbótum. Félagsstarfsemin á að geta orðið öllum til hagsmuna, beint eða óbeint, enda er það vilji félagsstjórnarinnar og tilgangurinn með starf- seminni. Við strendur landsins eru víða stór svæði illa eða jafnvel óuppmæld og það í námunda við helztu fiskimiðin, eins og allur austurhluti Faxa- flóa — fram undan Mýrum —. Sama mál er að gegna um Breiðafjörð innanverðan og að miklu leyti Húnaflóa og firðina, sem inn úr hon- um liggja. Allir þessir staðir eru í námunda við aflasæl fiskimið, og því mikil öryggisráðstöfun fyrir sjófarendur, og þá einkum fiskimennina, að þessi svæði verði mæld upp og nákvæmlega kortlögð hið allra fyrsta. Til þessa starfs þarf hentugt skip. Björgun- arskipið Sæbjörg er sérstaklega vel fallið til þess að nota til þessarra uppmælingarstarfa, enda vonast til þess, að ríkisstjórnin myndi leigja skipið yfir þann tíma ársins, sem veðrátta er hagstæðust og sízt þörf fyrir björgunarstörf. Til fiskirannsókna mun skipið einnig vera vel fallið á grunnsævi, og við öflun síldarátu og svifdýra. Það eru óteljandi verkefni handa Sæbjörgu, sem vinna má á ódýrari og að ýmsu leyti hag- kvæmari hátt, en með stærri og dýrari skipum. Starfsemi félagsins er þess eðlis, að það á að geta vænzt þess, að skip þess verði látið sitja fyrir öðrum við þau störf, er nú hafa verið nefnd. Almenningur væntir þess, að einhver ráð verði fundin til þess að skipið verði látið vinna að aðkallandi nauðsynjamálum sjávarútvegsins, allt árið, meðan verkefnin óleystu eru jafnmörg og hér á sér stað. Félagið á að vera óskabam þjóðarinnar, ekki aðeins fjöldans, sem hafa látið innrita sig sem fasta félagsmenn og konur, heldur einnig þeirra, sem með völdin fara og ráðstöfunarrétt hafa á fé og framkvæmdum þess opinbera til hagsbóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.