Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Qupperneq 27
ili
m *
Nýi tfminn
Togararnir, lyftistöng landsmanna
Engin atvinnutæki í landinu ættu að vera þjóð-
inni kærari en togararnir. Allt, sem hefur ein-
hvern velmegunarbrag í þjóðMfi voru, er frá
togurunum komið, beint eða óbeint. Meðan önnur
skip og bátar fá ekkert aðgert, annaðhvort vegna
fiskifæðar á grunnmiðum eða gæftaleysis, þá Mður
varla svo dagur, að ekki leggi einhver af þessum
gæðafleytum af stað áleiðis til útlanda sökkhlaðin
af eigin afla, sem oftast hefur verið hrúgað saman
á tiltölulega stuttum tíma.
Togararnir eru sjávarsíðunni hið sama og kýrn-
ar eru landbúnaðinum. Togaralaus bær er svip-
aður kúalausu búi.
Ritstjóri þessa blaðs benti á það í útvarpsræðu,
sem hann fluitti á sj ómannadaginn 1943, og end-
urprentuð var í tveimur blöðum, að vanrækt
hefði verið að reyna að fá smíðuð skip í Svíþjóð,
er gætu verið tilbúin undireins og stríðinu lyki.
Þetta virðist meðal annars hafa orðið tif þess, að
rokið var upp til handa og fóta með bátasmíði í
Svíþjóð.
En í staðinn fyrir að panta hjá þeim nýtízku
togara úr stáh eftir beztu fyrirmyndum, var þeim
fahð að smíða mótorbáta, er engin vandkvæði
voru á að fá smíðaða hér heima. Þetta var gert
þótt vitað sé að sMkir bátar hafa mjög takmark-
aða möguleika og sköpuðu rýra afkomu á árun-
um fyrir stríðið, og enda fyrirsjáanlegt að hörg-
uM muni verða að fá menn út á þá þegar þess
helzt þarf með, nema þá að séð verði fyrir því
að ekkert bætist við af betri skipum. Handa-
gangurinn við að fá þessa smábáta hingað var
svo mikiM, að mönnum með smáskipaprófi var
heitin undanþága til að vera með þá, þar sem
þess þyrfti við.
í fyrrnefndri ræðu var einnig minnzt á það,
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7