Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 49

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 49
Björgun flugmanna Fimmtudaginn 6. apríl 1944 kl. 12.55 fór ég leiðsögumaður með b/v. Avant Garde frá Reykja- vík áleiðis til Keflavíkur. Logn var og sólskin. A leiðinni suður eftir voru nokkrar flugvélar á flugi kringum skipið og svo nærri, að það var að mínu áliti mjög óvarlegt. Um kl. 15.15 þegar eftir var um 15 mín. sigling til Keflavikur, sést flugvél í austur frá skipinu og er mjög mikill reykur úr henni. Eftir nobkur augnablik sést hún falla í sjóinn í ljósum loga og er þá í stefnu á syðri Esjuháls. Eg gef manninum, sem var við stýrið, skipun um að snúa hart á bakborða, segi svo við skipstjórann: — Við skulum fara á slys- staðinn, láttu vélamennina vita hvað hafi skeð og biddu þá að gefa alla þá ferð, sem þeir hafa. A meðan verið var að sigla á slysstaðinn, sem tók um 30 mín., heyrðum við margar spreng- ingar og sáum ógurlegar eldtungur gjósa upp. Losað var um stjórnborðsbát skipsins og hann gerður tilbúinn. Þegar við nálguðumst staðinn, sáust nokkrir menn í sjónum innan um ýmislegt drasl og smá eldgusur, sem öðru hvoru spýttust upp í loftið skammt frá því sem þeir voru. Þegar skipið er ca. 100 metra frá þessu, er það stöðvað, skipsbáturinn settur á flot og 5 af skipsmönnum fara í honum til að bjarga því, sem bjargað verð- ur. A sama tíma bar að fiskibát og hjálpuðu þeir til við björgunina. Tóku þeir 6 menn í sinn bát og skipsmenn frá okkur 2, alls 8 menn. Voru allir þessir 8 menn teknir um borð í Avant Garde og voru sumir þeirra mjög illa útlítandi og kaldir og þjakaðir og sumir mjög særðir. I þessu kemur á slysstaðinn björgunarskipið Sæbjörg og leggst á bakborðshlið skipsins. Voru fengin lífgunar- áhöld og umbúðir og 3 menn til aðstoðar, 1. vél- stjóri Jóhann Björnsson, 2. stýrimaður Franklín Hólmbergsson og Helgi Ólafsson háseti. Allir þessir menn ásamt skipshöfn Avant Garde reyndu eftir mætti að hreinsa, lífga og hjúkra þessum vesalings flugmönnum á meðan siglt var með þá til Keflavíkur. Ég bað skipstjórann á Sæbjörgu að senda skeyti á hafnarskrifstofuna í Reykjavík og tilkynna um það að hafa lækni og sjúkrabíla tilbúna þegar við kæmum til Keflavíkur. Kl. 16.30 er sett á fulla ferð á leið til lands og um kl. 17 er lagst á hlið Sverre Nergard, sem lá við stór- skipabryggjuna í Keflavík. Læknar og rauða- krosslið frá ameríska hernum tekur strax við þeim, sem bjargað var og eru þeir teknir í land á sjúkrabörum eins fljótt og unnt var. Allir virtust mér mennirnir vera vel lifandi þegar þeir fóru í land úr skipinu, en einn var sérstaklega mikið særður á andliti og var búið að láta umbúðir á stærstu sárin. Síðar fékk ég að vita, að Guð- mundur Þórarinsson átti bátinn, sem aðstoðaði við björgunina. Rvfk, 7/4 ’44. G. Ólafsson. Norska víkingaskipið á heimssýningunni í Chicago Frændur vorir Norðmenn hafa löngum verið vel á verði með að halda uppi þjóðarheiðri sín- um, og láta ekki úr greipum ganga neitt tæki- færi til að vekja eftirtekt á sér og feðranna frægð. Eins og að líkindum lætur eru það siglingar landsmanna að fornu og nýju, sem þeir vilja helzt halda á lofti, enda er þar um auðugan garð að gresja hvað snertir afrek og glæsibrag. Heimssýningarnar eru hin gullnu tækifæri, og Norðmenn hafa líka kunnað að færa sér þær í nyt. Þegar heimssýningin var í Chicago 1933, sendu þeir þangað hið fallega skólaskip sitt „Sörlandet11. Er það seglskip, 577 rúmlestir að stærð, byggt úr stáli árið 1927, og vakti mikla eftirtekt hvar sem það kom. í leiðangri þessum tóku þátt 88 námssveinar, 4 hásetar, bátsmaður, seglasaumari, smiður, 3 stýrimenn og skipstjóri, fyrh- utan bryta, mat- svein, lækni, kennara, loftskeytamann og kvik- myndatökumann, eða samtals 105 manns. Þetta fagra skip með svo miklu og fríðu föru- neyti vakti samt ekki nærri jafnmikla hrifni og víkingaskipið, er Norðmenn sendu á heimssýn- inguna í Chicago 1893. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.