Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Page 49

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Page 49
Björgun flugmanna Fimmtudaginn 6. apríl 1944 kl. 12.55 fór ég leiðsögumaður með b/v. Avant Garde frá Reykja- vík áleiðis til Keflavíkur. Logn var og sólskin. A leiðinni suður eftir voru nokkrar flugvélar á flugi kringum skipið og svo nærri, að það var að mínu áliti mjög óvarlegt. Um kl. 15.15 þegar eftir var um 15 mín. sigling til Keflavikur, sést flugvél í austur frá skipinu og er mjög mikill reykur úr henni. Eftir nobkur augnablik sést hún falla í sjóinn í ljósum loga og er þá í stefnu á syðri Esjuháls. Eg gef manninum, sem var við stýrið, skipun um að snúa hart á bakborða, segi svo við skipstjórann: — Við skulum fara á slys- staðinn, láttu vélamennina vita hvað hafi skeð og biddu þá að gefa alla þá ferð, sem þeir hafa. A meðan verið var að sigla á slysstaðinn, sem tók um 30 mín., heyrðum við margar spreng- ingar og sáum ógurlegar eldtungur gjósa upp. Losað var um stjórnborðsbát skipsins og hann gerður tilbúinn. Þegar við nálguðumst staðinn, sáust nokkrir menn í sjónum innan um ýmislegt drasl og smá eldgusur, sem öðru hvoru spýttust upp í loftið skammt frá því sem þeir voru. Þegar skipið er ca. 100 metra frá þessu, er það stöðvað, skipsbáturinn settur á flot og 5 af skipsmönnum fara í honum til að bjarga því, sem bjargað verð- ur. A sama tíma bar að fiskibát og hjálpuðu þeir til við björgunina. Tóku þeir 6 menn í sinn bát og skipsmenn frá okkur 2, alls 8 menn. Voru allir þessir 8 menn teknir um borð í Avant Garde og voru sumir þeirra mjög illa útlítandi og kaldir og þjakaðir og sumir mjög særðir. I þessu kemur á slysstaðinn björgunarskipið Sæbjörg og leggst á bakborðshlið skipsins. Voru fengin lífgunar- áhöld og umbúðir og 3 menn til aðstoðar, 1. vél- stjóri Jóhann Björnsson, 2. stýrimaður Franklín Hólmbergsson og Helgi Ólafsson háseti. Allir þessir menn ásamt skipshöfn Avant Garde reyndu eftir mætti að hreinsa, lífga og hjúkra þessum vesalings flugmönnum á meðan siglt var með þá til Keflavíkur. Ég bað skipstjórann á Sæbjörgu að senda skeyti á hafnarskrifstofuna í Reykjavík og tilkynna um það að hafa lækni og sjúkrabíla tilbúna þegar við kæmum til Keflavíkur. Kl. 16.30 er sett á fulla ferð á leið til lands og um kl. 17 er lagst á hlið Sverre Nergard, sem lá við stór- skipabryggjuna í Keflavík. Læknar og rauða- krosslið frá ameríska hernum tekur strax við þeim, sem bjargað var og eru þeir teknir í land á sjúkrabörum eins fljótt og unnt var. Allir virtust mér mennirnir vera vel lifandi þegar þeir fóru í land úr skipinu, en einn var sérstaklega mikið særður á andliti og var búið að láta umbúðir á stærstu sárin. Síðar fékk ég að vita, að Guð- mundur Þórarinsson átti bátinn, sem aðstoðaði við björgunina. Rvfk, 7/4 ’44. G. Ólafsson. Norska víkingaskipið á heimssýningunni í Chicago Frændur vorir Norðmenn hafa löngum verið vel á verði með að halda uppi þjóðarheiðri sín- um, og láta ekki úr greipum ganga neitt tæki- færi til að vekja eftirtekt á sér og feðranna frægð. Eins og að líkindum lætur eru það siglingar landsmanna að fornu og nýju, sem þeir vilja helzt halda á lofti, enda er þar um auðugan garð að gresja hvað snertir afrek og glæsibrag. Heimssýningarnar eru hin gullnu tækifæri, og Norðmenn hafa líka kunnað að færa sér þær í nyt. Þegar heimssýningin var í Chicago 1933, sendu þeir þangað hið fallega skólaskip sitt „Sörlandet11. Er það seglskip, 577 rúmlestir að stærð, byggt úr stáli árið 1927, og vakti mikla eftirtekt hvar sem það kom. í leiðangri þessum tóku þátt 88 námssveinar, 4 hásetar, bátsmaður, seglasaumari, smiður, 3 stýrimenn og skipstjóri, fyrh- utan bryta, mat- svein, lækni, kennara, loftskeytamann og kvik- myndatökumann, eða samtals 105 manns. Þetta fagra skip með svo miklu og fríðu föru- neyti vakti samt ekki nærri jafnmikla hrifni og víkingaskipið, er Norðmenn sendu á heimssýn- inguna í Chicago 1893. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.