Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Qupperneq 28

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Qupperneq 28
úr 328 í 300 stig, að tilkostnaður allur ætti að lækka í sama hlutfalli. Það var básúnað út til lýðsins, þegar vísitalan fór hækkandi, að tollar, skattar og útsvör til bæja þyrftu að 'hækka vegna vaxandi dýrtíðar. Þá ættu þeir nú með sömu rökum að básúna út til lýðs- ins, að skattar, tollar og útsvör lækkuðu vegna lækk- andi dýrtíðar. Það verður að vera samræmi og réttlæti í athöfnum valdhafanna ef 'hugsandi menn eiga ekki að hneykslast. Eftir fyrri kenningu valdhafanna hefir ríki og Reykjavík átt að spara milljónatugi í stað þess að eyða milljóna tugum við þverandi greiðslugetu al- mennings. Mér heyrðist á fjármálaráðherra þegar hann talaði úr „eldhúsinu“, að honum fyndist skattarnir og ríkisábyrgðirnar færast ískyggilega í vöxt, að það væri ekki hægt að halda lengur áfram á þeirri braut. Þetta þýðir ekki að segja háttvirtum kjósendum. Þeir eru valdalausir og einskis megnugir til úrbóta. Háttvirt ríkisstjórn og alþingi ber að kippa þessu í liðinn, því þeirra er mátturinn og valdið. Það er engin lausn á þessum málm, að gefa landslýðnum kost á því 1—2 kvöld á ári hverju, að hlusta á nokkra útvalda ræðu- menn stjórnmá-laflokkanna úr „Pontunni" á Alþingi. Það verður að segjast, að það er síst til fyrirmyndar, hvernig sambúðin er á milli ráðamanna þjóðarinnar eins og hún speglast í orðum þeirra. Málflutningur- inn hjá sumum hverjum er vægast sagt götustráks- legur og síst fjarri, að þaðan ljómi helgi og lotning eins og vera ætti frá þeim „umtalaða“ helga stað, Al- þingi Islendinga, sem vald hefur til þess að skipa málum og mönnum, að ekki verði áfrýjað. Þjóðina vantar markvissari 'forustu og raunhæfari athafnir í dýrtíðarmálunum. Stjórnarforustan hefir ut- aniþings og innan margfaldan meirihluta og getur gert sem henni sýnist, ef ekki skortir vilja og samheldni til úrlausnar vandamálunum. Verðbólgan stendur Is- lendingum fyrir þrifum. Sökum þess verður mark- visst á þriggja mánaða fresti, að lækka vísitöluna og allt verðlag í landinu til samræmis, þar til útflutnings vara landsins verður samkeppnisfær á frjálsum mörk- uðum. Það ófremdarástand verður að hverfa, að verð- bæta þurfi aðalframleiðslu landsmanna með fjórðung (55 milljón kr.) ríkisteknanna, vegna úrræða- og þrek- leysis í dýrtíðarmálunum. II. Það er fleiru en dýrtíðarmálunum, sem þarf að kippa í lag ef Islendingar eiga að halda sjálfstæði og vaxa að menningu og manndómi. Vinnuafköst og 8 SJÓMAHNADAGSBLAÐIÐ Ljósm.: Jónas Árnason- Helt í lifrar tret\ina. Á nýju togurunum er lifrinni aftur í bneðslustöð. vinnudygðum hefir stórhrakað á síðustu tímum auk' innar menntunar og vaxandi velmegunar. Hér eru meinsemdir, sem búið hafa um sig í þjóðarlíkamaO' um og eru all víðtækar í öllum starfsgreinum. Þessa sjúkdóma verður tafarlaust að uppræta ef þjóðin a ekki að grotna í sundur og leysast upp í ómennsk11 og manndómsleysi. Undantekningarlaust 'hafa allir launþegar í landi fengið styttan vinnutíma og bætt lífsskilyrði. Vinnn- dagurinn er frá 5 /2 til 8 stunda vinna á dag, eða fra 35—48 stundir á viku. Allir helgidagar þjóðkirkjunn- ar, tillidagar og hálfir laugardagar eru fráir. A sjónum hafa hásetar á skipum yfir 500 smálestir 8 st. vinnudag, eða 56 st. á viku. Vélstjórar hafa ekk' samningsbundinn 8 st. vinnudag, vinna þeirra er £ra 70—84 st. á viku, og loftskeytamannavakan er fra kl. 8 til 24. Þar sem tvískiftar vökur eru, hafa alhr 12 st. vinnu á dag eða 84 st. á viku. Á togurum hafa hásetar 16 st. vinnudag eða 112 st. á viku. Skípstjon og stýrimaður svipaðann og oft lengri vinnudag. Vel'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.