Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Qupperneq 40
Blcssað heilagjis\ið gengur til þurðar ef að cr gœtt.
Floti sá, sem lúðuveiðar stundar í Kyrrahaíinu, á
bæði aðsetur í Canada og Bandaríkjunum.
Komu nú þessi tvö ríki sér sarnan um að skipa nefnd
vísindamanna frá báðum löndum til þess að athuga
og koma fram með tillögur um, hvernig heilagfiskis-
stofninn yrði sem bezt varðveittur og viðhaldinn þann-
ig, að hægt væri, að stunda áfram veiðina. Nefndin
sem skipuð var hlaut heitið „International Fisheries
Commission" og hefir aðsetur í 'borginni í Seattle.
Það er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lifnaðar-
háttu lúðunnar og koma með tillögur um hvernig
lúðustofninum verði bjargað og aukinn. Bæði ríkin
bera kostnað þann sem nefndarskipunin og starf
nefndarinnar helfir í för með sér.
International Fiskeries Commision tók til starfa
árið 1924. Var það fyrsta verk nefndarinnar að viða
að sér 'fjölda Skipsdagbóka, þar sem skipstjórarnir
höfðu um langt árabil haldið riákvæmar skýrslur um
lúðuveiðina, bæði veiðimagnið og veiðistöðvar. Með
þessum skýrslum var hægt að sýna fram á hvermg
þyngdarmagnið af lúðu, sem veidd var á tiltekna hnu
eða línufjölda, fór minkandi þegar veiðin var rekm
ákveðin tíma (lengri tíma) á sömu slóðum eða miðnm
og að það sem hélt við veiðimagninu var fundur
nýrra miða og lenging veiðitímans samfara betri
veiðitækjum.
Jafnframt var tekin upp merking fiskjarins í mj°§
stórum stíl. Kom þá í ljós, að svo mátti heita, a^
hvert grunn eða hvert mið átti sína sérstöku lúðu-
tegund og að mjög misjafnlega gekk á 'hinar ýmsu
tegundir. Kom og í ljós, að með því að miða v*ð
sama magn sem áður hafði veiðst með óreglubund'
inni veiði, en með viturlegri niðurröðun á því, hv°r
taka skyldi veiðina framvegis, mundi heilagfiskis-
stofninn ekki eingöngu þola að veiðinni vær haldið
áfram, iheldur mundi stofninn jafnvel aukast sv0
mjög að hægt væri, þegar fram liðu stundir, að auka
veiðina.
Árið 1930 lagði nefndin (I. F. C.) til við báðar ríkis-
stjórnirnar (Canada og Bandaríkin) að miðunum með-
fram Kyrrahafsströndinni skyldi skipt í svæði (area);
og ákveða skyldi árlega hversu mikið lúðumagn marit'
veiða á hverju veiðisvæði. Þegar hin ákveðna leifða
veiði væri fengin yrði frekari veiði á hinu tiltekna
svæði bönnuð. Ennfremur skyldi lúðuveiðin bönuuð a
hrygningartímanum ca. 5 mánuði ársins. Loks skyld*
algerlega friða nokkur minni svæði þar sem aðeiris
smálúða héldi til.
Hlutaðeigandi ríkisstjórnir féllust á tillögur nefnd'
arinnar og niðurskipun lúðuveiðanna í Kyrrahafinu
hófst 1931.
Sérhvert skip sem lúðuveiðar stundar fær sérstakt
leyfi. Þetta leýfi verður að endurnýja í hverri veiði'
ferð og er því skilyrði bundið, að skipið hafi látið
af hendi nákvæma skýrslu um veiðimagn og veiði'
stað í næstu ferð á undan.
Auk þess verða allir þeir sem heilagfiski kaupa, að
leggja fram nákvæmar skýrslur yfir kaupin. Þ. e-
hversu mikið og frá hvaða skipum.
Um leið og búið er að afla hið leifða lúðumagn fyrrr
ákveðið svæði, er veiðinni samstundis hætt þar og
þegar 'hið leyfða veiðimagn fyrir öll svæðin er fengið’
er veiðinni hætt. Þessari niðurskipun veiðinnar var
hægt að koma á án nokkurrar verulegrar mótspyruu
eða missætti, því fiskimennirnir (sjómennirnir) sjálfh
skildu strax nauðsyn þessa máls og milli þeirra og
vísindamannanna 'hefir ávallt verið hin bezta sarU'
vinna.
20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ