Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Blaðsíða 50

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Blaðsíða 50
engu verið svarað hvorki af né á. Samþykkt þessi, hvað snerdr minnismerki í Reykjavík, var endur- samþykkt á Fiskiþingi 1947, og send sömu aðilum, og vonandi svara þeir nú í þetta skiítið. I marzmánuði 1946 var að tilhlutun ríkisstjórnar- innar sent út eftirfarandi bréf: „Ríkisstjórn Islands (atvinnumálaráðuneytið) hefir í hyggju að láta gefa út í sumar minningarrit um þá Islendinga, sem fórust af völdum heimsstyrjaldarinnar 1939—1945 eða af ókunnum orsökum. — Einn hluti minningarits þessa verður æfiágrip þeirra sem fórust. Heimilda um æfi þeirra vildum vér afla hjá aðstand- endum, svo að 'bókin verði sem áreiðanlegust. Fyrir því biðjum vér yður vinsamlegast að útfylla skýrslu þá, sem bréfi þessu fylgir, og senda ’hana síðan hið fyrsta til baka. Gert er ráð fyrir að birta myndir af öllum, sem farist hafa, og væri því mjög æskilegt að þér lánuðuð oss mynd af (nafn viðkomenda). Myndir munum vér senda aftur. Ofangreindar upplýsingar (og mynd) þurfa að ber- ast oss í hendur hið allra fyrsta og eigi síðar en 10. maí n. k. — Ef allt gengur eins og ráð er fyrir gert, er bókarinnar von síðla næsta sumar“. (1947) Þannig hljóðar þetta bréf ríkisstjórnarinnar, og við það glæddust vonir margra um að mál þetta, um að geyma minningu drukknaðra sjómanna, væri nú komið í góðar og framtakssamar hendur, og mundi því eitthvað verða um framkvæmdir, bæði með útgáfu þessa minningarrits, og á annan þann hátt er vonir og óskir stæðu til. En ennþá 'hafa vonir brugðist. Því ekki er vitað að minningarritið sé komið út ennþá og geta auðvitað legið til þess margar ástæður. Vonandi er nú samt að útgefandinn sóma síns vegna, láti nú ekki öllu lengur dragast útgáfuna, svo almenningur sjái örlít- inn þakklætisvott þess opinbera, í garð þeirra manna, er létu lífið við skyldustörf sín í þágu þjóðarinnar, á áðurgreindu tímabili. Af framanskráðu sézt að áhugi margra um þetta mál 'hefir vaknað í bili, en svo hjaðnað niður aftur, og allt situr nokkuð við sama. Og er það líkt um þetta sem svo mörg önnur mál, að ef ákveðna forustu vantar, þá gengur ekkert. Að Olafsfirðingar komu upp sínu minnismerki, sýnir að þeir áttu ákveðinn og samstiltan vilja. Og að Vestmannaeyingar eru komnir þetta áleiðis, er mest fyrir þrautseigju og ákveðinn vilja eins manns, Páls Oddgeirssonar í Vestmannaeyjum, og náttúrlega fyrir góðan skilning og stuðning eyjarskeggja. 30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ En við hér í Reykjavík með fullan þriðjung alha landsmanna, við höfum engu áorkað í þessum efn- um. Og má það merkilegt heita að enginn einstakl- ingur eða félagasamtök, af öllum þessum fjölda 'her, skyldu ekki hafa tekið að sér forustuna og borið mal þetta fram til sigurs. Er ekki málefni þetta þess vert? Jú, vissulega. I hrifningu Sjómannadagsins vil ég nú leyfa mer, að koma fram með uppástungu; sem um leið ef áskorun. 'Hún er sú, að Farmanna- og fiskimannasani' band Islands taki nú þetta mál að sér, og með öllum þeim samtakakrafti sem það hefir yfir að ráða, knyi það fram til sigurs og leggi þar við sóma sinn. Þar sem í sambandi þessu er mikill hluti sjómannastéttar- innar, má telja víst, að því verði ljúft að taka að ser forustuna í þessu máli, og fái auðveldlega hinn hluta stéttarinnar til þess að gerast þátttakandi í forustunnh og þeirri 'baráttu, sem fram undan er til framgangs þessa máls. Það þykir oft dyggð að gleyma, en það getur oft orðið ódyggð, ef það gleymist sem mikið ríður á að muna. Æskan verður að sjá — ekki heyra óglöggar þjóð- sögur um — hvað sjómenn undanfarinna kynslóða hafa þunft að leggja í sölurnar til að: „flytja þjóðinni auð sækja barninu brauð færa björgin í grunn undir framtíðar höll“. Þorv. Björnsson. UNDANÞÁGAN. Vélstjóri nokkur kom til prestsins á föstudegi og bað hann um að gifta sig næsta laugardagskvöld. „Það get ég þvl miður ekki“, segir klerkurinn, „og ekki fyrr enn næsta mánu- dagskvöld". „Þetta er okkur skrambi bagalegt", segir vel- stjórinn. „Því rúmin eru tilbúin og allt í bezta lagi. En v*ri ekki hægt að fá undanþágu hjá blessuðum biskupinum, sv0 að við mættum sænga saman til mánudags, slíkar undan- þágum fáum við vélamenn oft hjá atvinnumálaráðuneytinU, til þess að mega stjórna vél um vissan tíma, og hefir þa® gefist vel“. TÓK SKAKKAN „KURSINN". Tveir kunningjar hittust á veitingahúsi og var annar þeirra allmikið „kendur". Sá drukkni var að barma sér yfir óhöpP' um sínum á lífsleiðinni og kendi Bakkusi og vændiskvenfólki um þau. Sá ódrukkni kastaði þá fram neðangreindri stöku: „Þín var brautin þyrnum stráð, þú tókst skakkann „kursinn", vændiskvinnum varst að bráð, og vandir þig á „sjússinn“.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.