Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Blaðsíða 62

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Blaðsíða 62
litaðir voru nú aðskildir. Norðmennirnir voru fluttir yfir í þýskt skip að nafni, Ramses, sem lá þar á höfn- inni. Við bjuggum í lestinni. Fengum við nú betri mat en áður og nóg drykkjarvatn. Fatnað fengum við hins- vegar engan. Eftir mánuð voru allir Bretarnir fluttir í land og látnir þar í fangabúðir. En Japan og Noregur áttu ekki í ófriði hvor við annan og neituðu Japanir því algerlega að taka á móti norskum föngum. Orð- rómur gekk um það að um 100 norskir fangar væru um borð í ýmsum skipum á höfninni og að ætlunin væri að senda þá til Evrópu með þýskum skipum, sem hefðu í hyggju að rjúfa hafn'bannið. Auðvitað var drepleiðinlegt um borð. Fréttir feng- um við öðru 'hvoru, en það var þýsk Radiopressa og japönsk blöð á ensku. Slæmar fréttir og mikill áróður. Til dæmis fannst okkur undarlegt, þegar Þjóðverjarnir sóttu stöðugt fram í Stalingrad um þriggja mánaða skeið. Þjóðverjarnir voru ekki allir nazistar, það gátum við greinilega merkt. Margir þeirra voru miklu reiðari Norðmönnum en Englendingum. Hvers vegna gátu ekki hinir heimsku Norðmenn skilið að þeir væru bræður Þjóðverjanna, og að þeir ættu að vera með í því að stjórna heiminum frá Þriðja ríkinu? Hjá öðr- um urðum við varir við aðdáun á Norðmönnum. A árásarskipinu sagði maður nokkur t. d. eftirfarandi: „Þegar að við erum búnir að skjóta niður skip og sjáum að björgunarbátarnir eru settir rösklega út, komast heilu og 'höldnu frá skipshliðinni, og við verðum þess varir að flestir hafa komist af, — já, þá segjum við: „Fjandinn sjálfur, þarna hittum við Norð- menn aftur“. Fjórir mánuðir líða í Yokohama höfn. Þar af um tíma í sjálfboðaliðsvinnu um borð í hinu hertekna farþegaskipi. Unnum við þar að flokkun matvæla- og stá'lum sem við gátum. Daglaunin voru 5 sigarettur, til viðbótar þeim 3 sem okkur voru skammtaðar. Fataleysið varð stöðugt þungbærara, enda höfðum við engin föt fengið. Tálguðum við tréskó með borðhníf- um og fundum segldúksræmur til að festa þá á fætur okkur. Lettneskur sjómaður einn var mjög laginn við þessa iðju. Hann gerði til dæmis taflborð og hagan- lega gerða ta'flmenn. Smátt og smátt komu skipsíhafnir annarra norskra skipa, m. a. af „Kattegat“, en það skip var tekið af öðru þýzku árásarskipi. Enginn Norðmaður fórst við það tækifæri. 20. ágúst voru 16 menn af „Rust“ ásamt skipshöfnum tveggja annarra skipa sendir áleiðis til Evrópu með þýzka skipinu Dresden. Þeir komust allir 'heilu og 'höldnu til Noregs. Það voru stöðugt 6 42 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ eða 7 þýsk skip í höfninni og alltaf öðru hvoru reynó eitthvert þeirra að brjóta hafnbannið og komast £*1 Evrópu. Það var ætlun norskra sjómanna, að um þessar mundir væru 3 þýzk árásarskip að verki á Atlants- hafinu. Þá var hópur manna áf „Aust“ sendur heim metS „Regensburg", en amerískur kafbátur hæfði það tund- urskeyti í Sunnudagssundinu. Skipið komst inn l*J Singapoor og þar var það til viðgerðar þegar ég V1SS1 síðast til. Hinn 10. október fóru 3 þeir síðustu aif skipshöfn „Aust“ áleiðis heim með „Ramses“; ásamt nokkurum öðrurn norskum sjómönnum. Skipið tók farm í Kobá kol í Balikpapan og þaðan var haldið til Bataviu 11 Java til að ferma gúmmí. Hvort við urðum varir við hina margumtöluðu japönsku nýskipun — sem við 'hö'fum lesið svo mik1^ um í Japönskum og Þýzkum blöðum? Jú, það var ekki laust við það. í Yokóhamahöfn höfðu norsku fangarnir lítið saman við Japani að sælda, en Norð' mönnum virtist áberandi hvað allt athafnalrf var þar dauft við 'höfnina samanborið við það sem áður var' I Koba hittum við gamlan kunningja, sem 'hét hiuu ójapanska nafni Olav. Hann sagði að guðfaðir siuá hefði verið norskur, og hann leit líka út fyrir að hafa evrópiskt blóð í æðum. Hvernig sem allt er, sagÖ' Olav: „Japan mjög þreytt, bölvað stríðið". Balikpapan — á Súmatra — var hræðilega útleikin. Ogerningur var að komast inn í höfnina á Batavía. Hollendingar höfðu sökkt 4 stórum skipum milli hafnargarðanna og þar með lokað innsiglingunni. Ferming skipsinS varð að fara fram með aðstoð smáskipa og tók nu 10—11 daga, sem áður hafði tekið 2—3 daga. Yfú' leitt voru Hollendingar mjög duglegir að eyðilegg)3 mannvirki á undanhaldinu. I japönskum tímarituU1 gat að líta fagrar myndir af Javabörnum, sem veifuðu með japönskum fánum. En ha'fnarverkamennirnU höfðu aðra sögu að segja: „Enginn bjór. Engar sígar' ettur. Engin föt. Japanir taka allt“. Og þeir spurðu um, hvað þeir yrðu að bíða lengi þar til AmeríkU' menn kæmu til þeirra. Tuften skipstjóri og David Knudsen stýrimaður v°rl1 sofandi þegar árásin hófst. Annar stýrimaður kon1 þjótandi inn: „Það er skip“. — Það ’hýrnaði yfir okk' ur. Gegnum gluggann gátum við fylgst með hv^ gerðist. „Ramses“ hafði dregið norska fánann að huá og í fyrstu leit út fyrir að hinir létust blekkjast og virtust þeir ætla að láta okkur fara óáreitta íet^ okkar. En þá kom skipunin: „Stöðvið vélina, allh 1 björgunarbátana“. Þjóðverjarnir voru rólegir og fra111'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.