Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Page 51

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Page 51
Félag íslenzkra loftskeytamanna 25 ára Lálag íslenzkra loftskeytamanna, eða F. í. L., eins °& það er venjulega kallað, verður 25 ára nú í sumar. ^Vo gamalt er nú orðið starfsmannafélag hinnar nýju tækni ljósvakans 'hér á landi. Fáar uppfyndningar munu hafa haft jafn víðtæk áhrif á almenn viðskipti °g tnenningarlega framþróun, eins og radio fræðin, ^eð sýnum heillandi og margbreytilegu möguleikum. Þ°tt ékki sé tekið tillit til annars en venjulegra þráð- tausra viðskipta, voru þau geysimikið stökk út úr tuyrkviðum sambandsleysis og einöngrunar, ekki sízt hjá vorri afskekktu þjóð. Saga íslenzkra loftskeyta og íslenzkra loftskeyta- manna er ekki löng ,en hún vitnar um 'framsækni °g aukin afköst bæði við fiskiveiðar og á öðrum svið- Utn, og hún geymir frásagnir um fórnfýsi og hetju- dáð á hættunnar stundu og manndóm þegar á reyndi. Loftskeytamennirnir urðu vökumenn og útverðir ís- Lnzka flotans, þeir vöktu með árvekni yfir hreyíingu skipanna og gerðu undir eins aðvart ef eitthvað bar ut af. Þeir eru nú orðnir margir sem eiga loftskeytun- um og árvekni loftskeytamannanna iíf sitt að launa. Þegar komið er inn í loftskeytastöð, hvort sem er í landi eða um borð í úthafsins skipi, má fljótt sjá, ad í hinum þráðlausu viðskiptum, halda loftskeyta- naennirnir á mörgum þéáðum í sinni hendi, ef svo má Lofts\eytanemendur jyrir 22 árum. að orði komast. Á einu augabragði eru þeir komnir í samband við skip eða flugvélar og starfsbræður sína í öðrum löndum handan við heimshöfin, eftir því sem á þarf að halda, og íslenzku loftskeytamennirnir hafa getið sér góðann orðstýr í þessum viðskiptum, jafnvel á heimsmælikvarða. Það sýndi sig bezt þegar Islend- ingar tóku að sér hina mikilvægu radio-vörzlu og flug-öryggisþjónustu í sambandi við farþegaflug yfir Norður Atlantshafi. Þá gátu íslenzku loftskeytamenn- irnir tekið að sér hina umsvifamiklu þjónustu og marg- brotnu tæki, einir og hjálparlaust og hafa gegnt henni áf mikillri prýði, og má þakka það hinni góðu æfingu og skipulögðu starfsemi er þeir höfðu tamið sér á íslenzku togurunum og víðar. Félag íslenzkra loftskeytamanna, var stöfnað í Reykjavík 9. júlí 1923 í þeim tilgangi að efla samhug og samvinnu íslenzkra ldftskeytamanna, gæta hags- muna þeirra og jafnframt auka menntun þeirra og þekkingu í starfsgrein sinni. Fyrsti formaður félags- ins var Garðar Guðmundsson loftskeytamaður á e.s. Gullfoss, en aðrir sem gegnt hafa þwí starfi eru: Jón Gunnarsson, Adolf Guðmundsson, Ingólfur Matthías- son, Maríus Helgason, Henry Hálfdansson, Friðrik Halldórsson og núverandi formaður Geir Ólafsson. Félagið hefur látið öll íramfaramál sjómannastéttar- Notyrir þeir sömu 10 árum síðar. SJÓMAN NADAGSBLAÐIÐ 31

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.