Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Síða 46

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Síða 46
Glæsileg landkynning ejtir Halldór Jónsson Nokkrum dögum áður en Sjómannadagsblaðið fór í prentun, seldi annar stærsti nýsköpunartogari Is- lendinga, b.v. Neptúnus, afla sinn í Englandi, 356 tonn, fyrir 19.065 sterlingspund eða um 500.000,00 ísl. krónur. Breska útvarpið, sem hlustað er á um allt breska heimsveldið og meira og minna um alla ver- öldina, skýrði ýtarlega frá 'þessari einstæðu aflasölu sem væri heimsmet og flest stærstu blöð meginlandsins tóku fréttina upp með stórri fyrirsögn í dálka sína. Auk þessa munu að sjálfsögðu öll fiskveiðirit víðsvegar um veröldina gera hana að umræðuefni. Það er mikið rætt og ritað um landkynningu í ýmsu formi, en ekki þarf mikla skarpskyggni til þess að skynja að slíkt afrek, sem hér er um að ræða, mun 'bera upp hróður Islands styrkari stoðum heldur en nokkurt íþróttamet gæti gert. Islenzk sjómannastétt og þjóðin í heild gleðst heilum huga og finnur til metnaðar yfir slíku afreki fengsæls skipstjóri og dug- mikillar skipshafnar á gjörvilegu skipi traustrar út- gerðar. Skipstjóri á b.v. Neptúnus er hinn þjóðkunni afla- maður Bjarni Ingimarsson frá Hnífsdal, eigandi skips- ins er útgerðarfélagið Júpiter h.f. í Reykjavík, en fram- kvæmdarstjóri þess er Tryggvi Ofeigsson. Frá því að Neptúnus kom til landsins 28. des. s. 1- hefir hann farið 5 veiðiferðir og er meðal aflasala þessa túra um 15.000 sterlingspund, og er það út af fyrir sig einnig sölumet hjá nýsköpunartogurunum. Um leið og þessu afreki í sjávarútvegssögu Islend- inga er á lofti haldið, er hollt að renna huganum lítils- háttar yfir liðinn tíma síðustu ára í togaraútgerð landsins. Það þóttu stórhrikaleg áform þegar ráðist var í það 1944 að kaupa 30 nýtízku togara, og endurnýja svo myndarlega hinn hrörnandi togaraflota landsins sem orðinn var fyrir síðustu heimsstyrjöld. En í þeirri sigurgleði, sem öll þjóðin finnur til með tilkomu ný- sköpunartogaranna, virðist 'furðu hljótt um þá óum- flýjanlegu nauðsyn að láta nú ekki staðar numið, held- ur að vinna ótrautt að því að auka enn meira þennan glæsilega flota. I fyrri heimsstyrjöld áttu Islendingar í smíðum 12 nýja togara er fjölgaði á árunum til 1922 upp í 30 ný og góð skip, sem á þeim tíma voru beztu og myndar- legustu fiskiskip þeirrar tegundar sem veiðar stund- uðu hér við land. Nærri því öll þessi skip voru gerð ut Bjarni lngimarsson s\ipstjóri. 26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Guðmann Hróbjartsson vélstjóri. Tryggvi ÓJeigsson jram\vstj.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.