Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Blaðsíða 32

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Blaðsíða 32
vistarverum skipverja og farþega, allt er þetta langt fram yfir það sem við höfum átt að venjast og gert okkur vonir um. Raddir 'hafa heyrst um, að þar sem hér sé ekki um farþegaskip að ræða, gangi það óhófi næst hvað hér sé mikill íburður 'á öllum mannaíbúðum. Sem 'oetur fer eru þessar raddir fáar, og áorka engu, en geta samt gefið tilefni til að þetta sé örlítið yfirvegað. Það er óhætt að segja að stórfeld bylting hafi orðið hér á landi síðustu árin í húsnæðismálum þjóðarinnar. Ibúðir eru hlýjar, bjartar og rúmgóðar, ásamt mörg- um öðrum þægindum, og þetta breytist til batnaðar svo að segja daglega, eða með hverju nýju húsi. En þessi skip sem við byggjum nú, eigum við að búa við næstu tvo til þrjá áratugi. Og er ekki sjálfsagt og eðli- legt, að menn sem eru um borð í skipunum, að þeir hafi sömu eða álíka aðbúð, og menn í landi, því það er aðgætandi að skipið er heimili mannsins meðan 'hann er á því, og því betri aðhlynning og íbúð, því ánægðari ættu menn að vera þar. Þetta hefir stjórn Eimskipafélags Islands séð og skilið, og ber henni þakkir fyrir. Mikill mannfjöldi fagnaði skipinu er það lagðist að ■bryggju og næstu tvo daga var öllum heimilt að koma um borð í skipið og skoða það. Var leyfi það óspart notað. Því mannfjöldinn var svo mikill um borð, að eiginlega var hvergi hægt að þverfóta, og voru það jafnt ungir sem gamlir, konur sem karlar. Þó að um þetta réði að mestu löngunin til að sjá nýtt og fallegt skip, og skoða það sem slíkt, mun þó undir niðri hafa vakað sú hugsun, að hér væri nýtt og fullkomið tæki í framtíðarbaráttu okkar við sollin sæ og allskonar erfiðleika. Einnig tæki sem væri boðberi þjóðarinnar og flytti tákn hennar — þjóðarfánann — vítt um heim. Og þar sem ætlunarverkið var svo mikilvægt, þyrfti hver einstaklingur að fara sjálfur um borð og leggja blessun sína yfir skipið. Skipshöfnin eru 33, er skiftast þannig eftir störfum: Skipstjóri, 3 stýrimenn, 4 vélstjórar, 3 aðstoðarm. í vél, 4 smyrjarar, 10 hásetar, Loftskeytamaður, bryti, 2 kokkar og 4 þjónar. Yfirmenn skipsins eru hver á sínu sviði meðal elztu og reyndustu manna Eimskipafélagsins. Skipstjon Pétur Björnsson, 1. stýrimaður Haraldur Ólafsson, 2- stýrimaður Eyjólfur Þorvaldsson, 3. stýrimaður Guð- ráður Sigurðsson, 1. vélstjóri Hallgrímur Jónsson, 2- vélstjóri Björn Jónsson, 3. vélstjóri Asgeir Magnússon og 4. vélstjóri Arni Beck. Loftskeytamaður Jón Matt- híasson. Bryti Frímann Guðjónsson. Þeir ungu menn sem byrja sjómannsferil sinn þar um borð, ættu að vera vel settir með að njóta tilsagnar og stjórnar þessara þaulvönu sjómanna. Enda verður nóg að starfa til við- halds og fegrunar hinu fríða skipi. Guð og gæfan fylgi skipi og skipshöfn. Þ. Björnsson. 12 SJÓMA-NNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.