Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Page 32

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Page 32
vistarverum skipverja og farþega, allt er þetta langt fram yfir það sem við höfum átt að venjast og gert okkur vonir um. Raddir 'hafa heyrst um, að þar sem hér sé ekki um farþegaskip að ræða, gangi það óhófi næst hvað hér sé mikill íburður 'á öllum mannaíbúðum. Sem 'oetur fer eru þessar raddir fáar, og áorka engu, en geta samt gefið tilefni til að þetta sé örlítið yfirvegað. Það er óhætt að segja að stórfeld bylting hafi orðið hér á landi síðustu árin í húsnæðismálum þjóðarinnar. Ibúðir eru hlýjar, bjartar og rúmgóðar, ásamt mörg- um öðrum þægindum, og þetta breytist til batnaðar svo að segja daglega, eða með hverju nýju húsi. En þessi skip sem við byggjum nú, eigum við að búa við næstu tvo til þrjá áratugi. Og er ekki sjálfsagt og eðli- legt, að menn sem eru um borð í skipunum, að þeir hafi sömu eða álíka aðbúð, og menn í landi, því það er aðgætandi að skipið er heimili mannsins meðan 'hann er á því, og því betri aðhlynning og íbúð, því ánægðari ættu menn að vera þar. Þetta hefir stjórn Eimskipafélags Islands séð og skilið, og ber henni þakkir fyrir. Mikill mannfjöldi fagnaði skipinu er það lagðist að ■bryggju og næstu tvo daga var öllum heimilt að koma um borð í skipið og skoða það. Var leyfi það óspart notað. Því mannfjöldinn var svo mikill um borð, að eiginlega var hvergi hægt að þverfóta, og voru það jafnt ungir sem gamlir, konur sem karlar. Þó að um þetta réði að mestu löngunin til að sjá nýtt og fallegt skip, og skoða það sem slíkt, mun þó undir niðri hafa vakað sú hugsun, að hér væri nýtt og fullkomið tæki í framtíðarbaráttu okkar við sollin sæ og allskonar erfiðleika. Einnig tæki sem væri boðberi þjóðarinnar og flytti tákn hennar — þjóðarfánann — vítt um heim. Og þar sem ætlunarverkið var svo mikilvægt, þyrfti hver einstaklingur að fara sjálfur um borð og leggja blessun sína yfir skipið. Skipshöfnin eru 33, er skiftast þannig eftir störfum: Skipstjóri, 3 stýrimenn, 4 vélstjórar, 3 aðstoðarm. í vél, 4 smyrjarar, 10 hásetar, Loftskeytamaður, bryti, 2 kokkar og 4 þjónar. Yfirmenn skipsins eru hver á sínu sviði meðal elztu og reyndustu manna Eimskipafélagsins. Skipstjon Pétur Björnsson, 1. stýrimaður Haraldur Ólafsson, 2- stýrimaður Eyjólfur Þorvaldsson, 3. stýrimaður Guð- ráður Sigurðsson, 1. vélstjóri Hallgrímur Jónsson, 2- vélstjóri Björn Jónsson, 3. vélstjóri Asgeir Magnússon og 4. vélstjóri Arni Beck. Loftskeytamaður Jón Matt- híasson. Bryti Frímann Guðjónsson. Þeir ungu menn sem byrja sjómannsferil sinn þar um borð, ættu að vera vel settir með að njóta tilsagnar og stjórnar þessara þaulvönu sjómanna. Enda verður nóg að starfa til við- halds og fegrunar hinu fríða skipi. Guð og gæfan fylgi skipi og skipshöfn. Þ. Björnsson. 12 SJÓMA-NNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.