Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Side 48

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Side 48
Minnismerki sjómanna Það er háttur allra þjóða að minnast og geyma minn- ingu hinna látnu. Og á hvern hátt það er gert, er oft talið bera vott um á hvaða menningarstigi hver sér- stök þjóð stendur. Þá er það ekkert aðalatriði hve miklu er til þess kostað, heldur hver hugsun liggur á bak við þann hlut sem menninguna geymir, og hve mikil um'hyggja og alúð er lögð í að viðhalda henni. Minn- ingu þeirra er drukkna í sjó, falla í starfi eða 'hverfa og deyja á óþekktan hátt, er oftast minnst þannig, að fjöldanum er reist sameiginlegt minnismerki. Eftir 'hina síðustu heimsstyrjöld hefir verið mikið gert að þessu, enda margur sem féll í þeim hildarleik, en allir áttu þeir það sameiginlegt að þeir féllu í baráttunni fyrir tilveru þjóðar sinnar, við að hafla henni lífsnauðsynja, við að verja ’hana og þær hug- sjónir er henni voru kærar. Minnismerki þessi eru mismunandi að gerð, en öll eiga þau það sameiginlegt, að þau eru reist á þeim stöðum sem fjölfarnastir eru og þau sjást bezt úr fjarlægð, og einnig á þeim stöðum sem tengdir eru starfi hinna lántu. Þannig að minnismerki sjómanna er reist við hafnir eða það nálægt þeim, að þau sjáist þaðan. Oft er þetta stór kross, eða steinsúla, og nöfn viðkomenda, einnig stéttar, greift á. Ég 'hefi séð lýs- ingu á einu þessara minnismerki. Það var reist til minningar um pilta er verið höfðu á Sjómannaháskól- anum í Svendboy í Danmörku. Er það til minningar um 37 nemendur er ýmist drukknuðu eða fórust a annan hátt í þjónustu ættjarðar sinnar í síðustu heims- styrjöld. Minnismerkið er gefið af gömlum nemendum skólans og set upp í anddyri hans til þess, „að þeir ungu sem ganga þar út og inn séu stöðugt mintir á ættjörðina, og hvattir til dáða. Einnig til að minnast þeirra ungu manna er sjálfvilj ugir fórnuðu lífi sínu fyrir land og þjóð“. Það var hátíðleg stund er minnismerki þetta var af- hjúpað og afhent skólanum. Þegar við nú lesum um og sjáum hvað aðrar þjóðir gera til þess að halda upp1 minningu fallinna sona sinna, verður ekki hjá þvl komist að við lítum í kringum okkur og spyrjum: Hvað gerir íslenzka þjóðin til að minnast sinna sona er hafa íallið í baráttunni fyrir tilveru hennar, og hvernig er minning þeirra geymd ? Með sánsauka verðum við að kannast við að það er lítið, svo lítið, að ef ætti að ákveða eftir því, á hvaða menningar- og þroskastigi við stæðum, yrðum við létt- vægir fundnir. Það má að vísu segja að um þetta 'hafi verið lítils háttar talað. A einum stað í Ólafs- firði hefir verið reist minnismerki í þessum tilgangk og verið er að undirbúa slíkt merki í Vestmannaeyj- um, og er von um styrk af opinberu fé. En erfiðlega 'hefir gengið að fá erlenda mynt til að leysa þetta sjávarútvegsmálum með einstæðu aflaafreki, að reisa merkið enn á ný með auknum átökum til þess að vinna íslenzku þjóðina til fylgis við hag og velferð togaraútgerðar landsins. Sjómannadagurinn sem frá upphafi hefir verið fram- úrskarandi vinsæll meðal allrar þjóðarinnar og hefir sameinað sjómenn og útvegsmenn um allt land til sameiginlegra átaka til þess að vekja athygli fólksins á hinu þýðingarmikla hlutverki sjávarútvegsins í ís- lenzku þjóðlífi, þarf að gera 'þjóðinni það Ijóst að endurnýjun togaraflotans er enn ekki nema hálfnuð. Að löggjafarvaldið verður að sjá svo um að sjávarútvegurinn fái að 'búa við hagkvæma skattalög- 28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ gjöf, þannig að 'fjármagn einstaklinga fælist hann ekki eins og nú. Að framlag til nýbyggingarsjóða af útgerðarinnar hálfu fái að vera eins og verið hefur, því það er undirstaða undir eðlilega aukningu flotans. Og að stemma verður stigu við því, að vinnuaflið sé dregið frá sjávarútveginum til ónauðsynlegri starfa. Ef okkur tekst, að endurnýja togaraflotann til fulls og sjá um, að hann hafi starfsmöguleika til fram- búðar, þá stöndum við betur að vígi í hinni miskunn- arlausu samkeppni um hina harð eftirsóttu fisk- markaði, og getum gert flotanum mögulegt að inna það hlutverk af hendi, sem þjóðinni er lífsnauðsyn fjárhagslega.

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.