Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Blaðsíða 34

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Blaðsíða 34
lifa nokkru heimilislífi, geti þeir ekki verið leng- ur í burtu en svo og svo marga daga, og þá verði þeir að fá svo marga frídaga fyrir það. Utgerðar- menn segja á móti, að vegna afkomu skipsins, sé nauðsynlegt, að senda þau á þau mið sem afla von sé á hverjum tíma og þá geti oft verið um svo miklar vegalengdir að ræða, að ógjörningur sé að láta skipin koma við í heima höfn, svo skipverjar geti notið siglingarfríið, og verði því að sigla með alla skipshöfnina á markaðsstað. Þetta orsakar lengri fjarveru sjómanna frá heimilum þeirra en þeir telja æskilegt og því ekki við unandi. Báðir þessir aðilar hafa mikið til síns máls, en hitt liggur í augum uppi, að skipin verða að fara þangað, sem fiskjar er von, og það verður að ganga fyrir öllu öðru, því afkoma þjóðarinnar getur byggst á því. Eitt atriði í þessu máli er ekki þýðingarlítið. Fiski- mið okkar, þó góð séu, eru farin að bregðast sökum rányrkju, svo þau verður að hvíla, það eitt út af fyrir sig ætti að vera nóg ástæða til að hin stórvirku skip okkar leiti á fjarlægari mið, vissan hluta ársins, og ef það svo gæti orðið til að bæta afkomu skip- anna, og þeirra, sem á þeim vinna, er ekki hægt annað að sjá, en það sé þjóðarnauðsyn, og um það verði svo allir að sameinast. Sjómenn sem aðrir hafa þá heitustu ósk, að atvinna þeirra sé það góð, að þeir og heimili þeirra hafi við sem bezta afkomu að búa, og geta veitt sér sem flest af hinum daglegu nauðsynjum, en þetta verður því aðeins gert, að atvinnan sé trygg, og munu flestir að vel athuguðu máli komast að þeirri niðurstöðu, að það sé betra að frídagarnir séu færri en afkoman betri. Það er ánægjulegt að vera heima, en því að- eins er ánægjan varanleg að atvinnan og afkoman séu trygð. Við getum búizt við því, að þeir tímar séu kanski ekki langt undan, að það sé ekki spurt um hvað við viljttm helzt gera, heldur hvað við verðum að gera, til að afla okkur lífsviðurværis. Vinnudagurinn. Það er sagt, að vinnan sé grundvöllurinn að andlegri og líkamlegri vellíðan. Aður unnu menn í 10—12 stundir, en nú er talað um 8 stunda vinnudag, og mun mörgum þykja það oflangt og allt gert til að stytta hann enn meir. Þarna er of langt bil á milli þess gamla og nýja og mun fólk síst ánægðara nú en áður með tilveru sína. Enda er útkoman svipuð, alltaf erfiðleikar á að hafa til hnífs og skeiðar, sem kallað er. Og svo er annað viðfangs efni nú, sem lítt var þekt áður. hvernig á að verja tímanum, sem ekki fer til vinnu og svefns, sem lengist nátturlega eftir því sem vinnutíminn styttist. Forsætisráðherra Noregs Einar Gerhardsen hefur látið svo ummæk, að í sambandi við 8 stunda vinnudaginn, sé ekki mesta vanda málið, að vinnuafköstin verði oflídk heldur það, hvernig eigi að verja þessum aukna fri* tíma, svo að hann komi fólki að notum. Fólk verður að hafa hugann bundinn við eitthvað ákveðið, en sem um leið mentaði og þroskaði og gerði hvern einstakling að sem beztum og dugandi þjóðfélag5' borgara. Fólk, sem ekkert ákveðið hefur fyrir stafnh sérstaklega yngra fólk, leiðist oft til allskonar eyðslu semi leiðir til sífelldra skemmtana og jafnvel óreglm er verður gjaldgetu hans um megn, en svo til að auka hana, er byrjað á smá hnupli, er svo endar með að viðkomandi kemst undir manna hendur, og verð- ur til þjóðfélags byrðar, í stað uppbyggingar. Nú er það svo, að hin ýmsu lönd eru mismunandi að gæðum, og er þess vegna mismunandi létt að afla sér lífsviðurværis. Og ef hver einstök þjóð skilur það réttilega og sættir sig við þá vinnu, sem það hefur * för með sér, er vandinn leystur. Atvinnuhættir okkar eru svo fábrotnir, og oftast erfiðir, að við getum ekkr borið okkur saman við aðrar þjóðir í þeim efnum, °S það verður okkur að skiljast. Fiskimaðurinn verður að fara á sjóinn þegar veður leyfir, og þegar afn býðst, og bóndinn verður að þurka heyið sitt þegar tækifæri gefst til þess, og bjarga því áður en óveðrið skellur á. Þetta eru okkar staðhættir, og eftir þein1 verðum við svo að skapa afkomu okkar. En hnt liggur í augum uppi, að hver einstaklingur verður að fá þá hvíld, sem nægjanleg er til að viðhalda starfs' þrótti sínum, og eins einhverja frítíma til að sinna hugðarefnum sínum, öðrum en hinni sjálfsögðu °S mjög svo nauðsynlegu daglegu vinnu. V erzlunarhœttir. Sjálfsögðustu og eðlilegustu verzlunarhættir erU þeir, að hver einstaklingur geti keypt hvern þann hlut, sem hann vanhagar um og efnahagur hans leyfir, án nokkurrar hindrunar eða íhlutunar þesS opinbera. En sú er nú öldin önnur hjá okkur Islendingun1, Allt er orðið þeim höftum háð á þessu sviði, að það stappar nærri algerum vandræðum og ófrelsi. UpP rísa ný og ný skrifstofubákn til framkvæmda þesS' um höftum, svo það er orðið bezta og eftirsóknat' verðasta atvinnan, að komast þar að, enda er sá starfs' mannahópur orðinn álitlegur. 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.