Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Blaðsíða 40
/ Alaskii cr jjöls\rúðugt dýralíj í stórjenglegu landslagi.
vöxnum hamrabeltum, þar sem engin gola komst inn.
Einu sinni í fyrndinni virðist hann hafa verið stöðu-
vatn, sem brotið hefur sér göng fram til hafsins, en
þó ekki breiðari en það, að rétt var að skip gætu
mætzt í innsiglingunni, og svo grunnt var í opinu,
að aðeins var hægt að fara þar um á flæði en hyldýpi
þegar inn, er komið. Ekki var hægt að sjá hvaða
erindi síldin átti inn í þennann fjörð, hún virtist ekki
hafa þar neitt æti og hríð horaðist eftir því sem á
veturinn leið. Við komum þarna um miðjan oktober.
Þarna mátti aðeins nota lagnet, netunum var sökkt
stutt niður og þau ekki tekin upp heldur dregin yfir
bátinn þar sem hrist var úr þeim, en síðan var þeim
sökt niður aftur jafnóðum. Oft var það, að síld var
í hverjum möskva, hver útgerð hafði aðeins örfá net.
Það óhapp vildi til, á stórstraumsflæði, tveimur dög-
um áður en við komum, að stóreflis hvalur hafði
fengið veður af síldinni í firðinum og skutlað sér inn
um fjarðaropið. Hann komst ekki út aftur, og þarna
gerði hann allt hringlandi vitlaust. Hann óð í síld-
inni með boðaföllum og tætti netin í sundur. Engi*111
v.issi neitt ráð til að ráða niðurlögum hvalsins. Menn
stóðu í hópum á ströndinni og skutu á hann úr riflnnl
en ekkert virtist bíta á hann, þegar hann kom nPP
og blés, var það eins og fegurstu Geysis gos. Nokkt'
um dogum seinna, á flæði, hvarf hann eins hljóðlega
og hann hafði komið, en síldveiðimennirnir bölvuðu
sáran yfir netatjóni og spiltri veiði.
Meðan við vorum þarna, skeði eftirfarandi atburðuf
í Seldovia. Sýslumaðurinn kom einn daginn til að lelta
að heimabruggi hjá karli sem bjó í útjaðri bæjannS>
því þá var þarna áfengisbann eins og hérna heinaa>
þegar sýslumaðurinn nálgaðist dyrnar hjá karlinnnl>
réðist hundurinn hans að honum með grimmu geltn
Sýslumaðurinn brást reiður við, dró upp marghleypu
sína og skaut á hundinn og særði hann. Þá kom
eigandinn út í dyrnar og sá hvað um var að vera. Varð
hann óður af reiði, því honum þótti vænt um hundinn>
en hundar í Alaska eru húsbændum sfnum jafnþarf*r
og hestar voru hér heima. Hann rauk inn, sótti byssU
20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ