Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Blaðsíða 48

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Blaðsíða 48
flaksins. Var unnið um nóttina að undirbúa björgun- arstarfið. Korkflekinn var krossbundinn svo hægara væri að halda sér á honum, strengir settir við hann til að draga til og frá skipinu, allar festingar á flekanum athugaðar vandlega, olía sett á tvo báru- fleiga og þeir bundnir við flekann. Olía var sett á nokkra brúsa og þeir hafðir í lífbátnum. 200 faðmar af baujuvír var hafður tilbúinn og skildi báturinn hafa hann sem öryggistaug til skipsins. Var nú öllu komið fyrir í lífbátnum og línubyssan aðgætt og 'höfð til taks. Kl. 4 f. h. var hægt að hafa samband við Júní með ljósmerkjum og sögðu þeir að öllum liði vel, en allir komnir í framskipið því sjór bryti yfir skipið að aftan. Var Bæjarútgerð Hafnarfjarðar tilkynnt þetta. Kl. 5,30 tilkynnti Júní að sjór bryti fram yfir allt skipið og væri nú öll skipshöfnin á hvalbaknum og ófært að koma nálægt. Var radíó — Isafjarðar og Reykja- víkur sagt frá þessu, voru þegar gerðar ráðstafanir að senda menn frá Súgandafirði til að reyna björg- un frá landi. Hafði nú loftskeytamaður okkar stöðugt samband við Júní með ljósmerkjum og sagði frá þeim ráð- stöfunum, sem gerðar höfðu verið og hvernig við hugsuðum okkur að gera tilraun til björgunar. Kl. 730 sagði Júní, að heldur væri farið að draga úr brotunum aftur, en nú voru bálin slokknuð svo við sáum hann ekki, var því beðið birtingar. Kl. 8,30 voru 9 menn sendir á lífbátnum og höfðu þeir flek- ann aftan í bátnum. Baujuvírinn var fastur um borð hjá okkur og gáfu þeir hann út um leið og þeir réru í áttina til Júní. Var nú að byrja að birta, en vegna storms og blindhríðar var erfitt að greina brotin. Kl. 9,30 f. h. hafði báturinn komið sér fyrir, rétt utan við brimgarðinn og lá fyrir akkeri og bauju- vírnum. Var nú skotið með línubyssunni og í öðru skoti náðu skipbrotsmenn línunni, drógu þeir til sín taugina og síðan flekann. Oll skipshöfnin á Júní var á hvalbaknum, skipið lá á stjórnborðs hliðinni, brotsjóarnir gengu yfir skipið í ólögunum og brotnuðu á aftur þili hvalbaksins, flekann drógu þeir að aftan- verðum 'hvalbaknum stjórnborðs megin. I fyrstu ferðinni fóru tveir menn á flekann og gekk greiðlega að ná þeim í bátinn. Flekinn var nú kominn út að Júní aftur, og var einn maður kominn á hann þegar mikill brotsjór reið yfir flekann og hvolfdi honum með manninum á. Það, sem bjargaði manninum var, að hann hafði handfestu á líflínunni á flekanum og komst upp a hann aftur eftir að brotsjórinn var genginn hjá, var flekinn þegar dreginn að lífbátnum og maðurinn tek- inn um borð. / Næstu ferðir gengu greiðlega. Voru 3—4 menn a flekanum í ferð, einum manni mistókst að kasta sef / á flekann, og féll í sjóinn, náði hann handfestu a böndunum á flekanum og komst upp á hann. Þegar búið var að bjarga 21 manni um borð í hf- bátinn, kom bátur frá Júlí og fluttu þeir 9 menn um borð til sín, bátur frá Skúla Magnússyni var einmg til taks ef á þyrfti að halda og vélbáturinn Garðar var í nánd með slysavarnasveit Flateyrar, kom þetta sér vel, vegna þeirra atvika, er nú komu fyrir. Var flekinn enn einu sinni kominn út að Júní og voru 5 menn eftir á hvalbaknum. Einn maður var kominn á flekann er gríðarmikill brotsjór reið yf*r skipið og færði flekann á kaf með manninum a, Iitlu síðar sást hvar flekanum skaut upp mannlaus- um rétt framan við brimgarðinn, um svipað leiti sast á manninn í stórgrýttum brimgarðinum, tókst hon- um að komast gegnum brimgarðinn og upp í fjöru, sáum við að hann hafði ekki slasast, var manninurn bent að ganga inn með fjallshlíðinni þar sem betra væri að lenda og brugðu bátverjar af Skúla Magnus- syni og m.b. Garðar fljótt við og fóru inn með strönd- inni með fleka til að ná manninum. Af þessu varð töf við björgunarstarfið, en þegar séð varð hversu giftusamlega þetta fór, drógu skiP' brotsmenn flekann til sín og sættu færis að komast á hann, um þetta leyti var brimið farið að aukast og styttra á milli brotanna. Fóru nú 2 menn á flekann og gekk greiðlega að bjarga þeim um borð í lífbátinn. I næstu ferð var erfitt fyrir þessa tvo menn, sem eftir voru að halda flekanum við skipið því stutt var í milli brotanna og fóru þau vaxandi. Margar tilraunir voru gerðar til að halda flekan- um að skipinu og endaði með því að línan sem la frá Júní í flekann slitnaði. Var þegar haldið um borð til okkar með flekann aftaní og var hlynnt að skipbrotsmönnum eftir bezto getu. Utbjuggum við nú nýtt tóg í flekann í stað þes5’ sem slitnaði, var nú farið að falla það mikið út að stöðug brot voru við skipið og var einnig farið að brjóta mjög nálægt því, sem báturinn okkar hafð* verið, töldum við því ekki ráðiegt og hættulaust að halda áfram björgunartilraunum á þennan hátt, vaf 28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.