Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Blaðsíða 65
Fró síðasta Sjómannadegi
Síðasti Sjómannadagurinn og sá 11. í röðinni, 6.
JUní 1948, var hátíðlegur haldinn í björtu og fögru
Veðri, með skrúðgöngu sjómanna, minningarathöfn
°§ útisamkomu á Austurvelli, og skemmtunum í
Samkomuhúsum bæjarins um kvöldið, við mjög
^'kla aðsókn almennings.
Kvöldið áður hafði farið fram íþróttakeppni sjó-
^nna í Örfirisey, kappróður, stakkasund og björg-
^narsund og má sjá þátttöku og úrslit í þeirri keppni
a óðrum stað í blaðinu. Þar munu menn sakna margra
skipa, er voru fjarverandi, þar á meðal togarans Asks,
etl þar um borð voru skipverjarnir af b.v. Skutli, er
kepptu með tveimur liðum árið á undan og unnu
bæði lárviðarsveiginn fyrir róðurinn og reiptogsbik-
arnn. Menn söknuðu fjölda sjómanna, sem voru víðs-
fjarri heimilum sínum og hátíðahöldum dagsins við
gjaldeyrisöflun fyrir sína eyðslusömu þjóð.
Sjómannadagurinn var í upphafi ákveðinn á þeim
tíma ársins, er búast mátti við því að sem flestir sjó-
menn gætu notið hans, svo var og í fyrstu, en þetta
hefur breytzt þannig, þar sem togaraútgerð er rekin,
að mjög er undir hælinn lagt, að sjómennirnir geti
fengið notið dagsins að verulegu leyti, því síður að
þeir hafi nokkur tök að vinna að undirbúningi há-
S\ipverjar á b.v. A\urey.
S\ipvcrjar á m.b. Uluga.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45