Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Blaðsíða 41
sma og skaut sýslumanninn. Við hávaðann komu bæði
konan og krakkarnir út og spurðu hvað um væri að
Veru> sagði húsbóndinn eins og var, og spurði konu
sina hvað hann ætti nú að gera. Sagði kerlingin þá,
það væri ekki nema um eitt að gera fyrir hann
°g það væri að skjóta sjálfan sig. „Það er þó betra
tn að vera hengdur eins og hundur" átti hún að hafa
sagt- Karlinn lét ekki segja sér þetta tvisvar, heldur
labbaði út undir vegg og skaut sig. Hundurinn slapp
út úr þessu, því hann var græddur. Þetta atvik,
SVo ljótt sem það er, gefur dálítla innsýn í þann
aldaranda, sem þarna ríkti. Þarna voru menn af mörg-
Urn þjóðflokkum og ýmsum litum, og þeir létu til-
dinningar sínar oft ráða gerðum sínum. En ef einhver
þnrfti á hjálp að halda, þá veittu þeir hana óbeðnir
°g, ^ndurgjaldslaust.
I Alaska, er víðast hvar stórfenglegt landslag og
^ýralíf svo fjölskrúðugt, að undrum sætir. Margir
hafa verið vantrúaðir á, að laxgengdin væri svo
0stjornleg þarna eins og raun ber vitni, meðfylgjandi
mynd gefur dálitla hugmynd um þann lifandi silfur
straum er árnar fylla. En Amerikanar eru miklir
^yrirhyggjumenn og þeir eru nú búnir að setja skorð-
Ur við hinni gengdarlausu veiði, þótt enn sé af miklu
taka. Laxniðursuðan stendur ekki yfir nema
vikur. Lúðuveiðin er ekki starfrækt nema ca.
^ mánuði eða þar til búið er að veiða þar 253 þúsund
smálestir, sem er hámark þess sem leyft er að veiða.
Gullgröfturinn, sem gaf Alaska svo mikið gildi
er áður fyrr, er hættur að borga sig, því stjórnar-
v°ldin halda verðinu á gullinu svo lágu, að það er
ekki lengur í samræmi við verðlag á neinu öðru.
^trandlengja Alaska, með fjörðum eyjum og vog-
um, er jafnlöng ummáli jarðar, eða 26 þúsund mílur.
^ þessari strandlengju, eru ekki nema 12 ljósvitar,
Lora-n stöðvar, eitt þokuhorn og ein radio-miðunar-
stoð.
^Lska með öllum sínum skógum og öðrum nátturu-
attðæfum hefur auðvitað upp á margvíslega möguleika
bjóða, en eins og stendur, er óvíða um sam-
angandi atvinnu að ræða allt árið. Sú eina atvinna,
Sem þar er að fá jafnt sumar, vetur, vor og haust, er
v*^ hernaðar- eða landvarnar-undirbúning þess opin-
eru- Margt er líkt með íslandi og Alaska og ef til
er það ógæfa heggja, að vera stökkpallur milli
’ns gamla og nýja heims, ef þjóðirnar geta ekki á
Sarshöfði setið.
H. H.
Björgunarafrek
Erlings Klemenzsonar
Sá atburður gerðist á togaranum „ísólfi“ frá Seyð-
isfirði 7. október s.l., að einn hásetinn, Gísli Krist-
jánsson, féll útbyrðis er skipið var að veiðum um 100
sjómílur undan Norðfjarðarhorni. Þegar þetta skeði
var sjógangur mikill og var verið að draga vörpuna.
Reið þá sjór undir skipið og dróst Gísli út með aftur-
„leisinu" og hvarf undir belginn. Varð þetta með svo
skjótum hætti, að hinir, sem á þilfarinu voru, sáu
ekki strax að Gísla hafði tekið fyrir borð, en Erlingur
Klementsson stýrimaður, sem var á stjórnpalli, sá að
hér mátti engum tíma spilla og fleygði sér í sjóinn af
brúarvængnum og tókst með miklu snarræið og á-
hættu fyrir sjálfan sig að bjarga manninum.
Er þetta mesta björgunarafrek einstaks manns, sem
vitað er um síðan á síðasta Sjómannadegi, og hefur
Sjómannadagsráðið lagt það til, að Erlingur verði
sæmdur afreksverðlaunum Sjómannadagsins fyrir, en
þau eru eins og menn vita gefin af Félagi íslenzkra
botnvörpuskipaeigenda í þessum tilgangi.
Erlingur hefur áður getið sér góðan orðstír í sam-
bandi við íþróttakeppni Sjómannadagsins. Þannig
fékk hann einu sinni sérstaka viðurkenningu fyrir að
hafa tekið þátt í öllum íþróttakeppnum dagsins á
sama degi.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21