Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Blaðsíða 61

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Blaðsíða 61
Stærsta málið Hingað til hefur verið litið á landhelgisgæzlu sem yernd fyrir vélbátaflotann, og einkum smærri skipin 1 þeim flokki. Nú er svo komið, að landhelgisgæzla °g aukning landhelginnar er nauðsynlegt til vernd- ar og viðhalds nytjafiskum þeim, sem útgerðin stærri °g smærri byggir á. Aukning landhelginnar og vernd hennar er því tvímælalaust stærsta mál sjó- ^annastéttarinnar og þjóðarinnar í heild, og sam- Clginlegt hagsmunamál fyrir alla. Oh leitar hugurinn til þeirra, sem starfa á hafinu, °g ekki sízt til fiskimannanna, sem vinna að því, að ^raga sem stærstan skerf í hið sameiginlega bú þjóð- arinnar. Margar raddir 'heyrast líka um hið þýðingarmikla ^intverk sjómannastéttarinnar okkar, og að sjálfsögðu ^ru slíkar raddir flestar og háværastar á sjálfan Sjó- ^annadaginn. Daginn, sem sérstaklega er helgaður s]omönnunum, og sem þeir eiga með öllum rétti. ^ þessum heiðursdegi sjómannastéttarinnar gnæfa að sjálfsögðu hæst þau málin, sem eru grundvöllur [yrir framtíðarstarfrækslu og velgengni þessarar þýð- llrgarmiklu atvinnugreinar, sem allt til þessa hefur Urn langt skeið borið uppi þjóðarbúið að langmestu kyti. Það er lýðum ljóst, að undanfarið hefur verið rekin stórfelld rányrkja í íslenzkum fiskiveiðum, og auð- Vltað ekki síður í fiskiveiðum útlendinga hér við tand. Og nú þegar er svo komið, að innlendir og er- j&ndir sérfræðingar á þessu sviði telja nauðsyn til era að auka stórlega vernd hins uppvaxandi ung- viðis í þorskaheiminum. Sú krafa hefur og verið ■endurtekin af sjómannastéttinni og öllum almenn- j^gij að landhelgisgæzlan væri efld, landhelgin auk- 10 °g uppeldisstöðvar nytjafiska friðaðaðr að meira cða minna leyti. Friðun Faxaflóa fyrir togveiðum hefur undanfarin ar verið á dagskrá þings og þjóðar, og hefur einnig verið rædd oftlega á alþjóðlegum fiskimálaráðstefn- um og fengið þar almennt betri viðtökur en við mátti oúast. ■^arattan fyrir friðun Faxaflóa var öfluglega rekin sjómannastéttinni og útvegsmönnum í fyrstu. Síð- ari árin hefur aftur á móti verið hljóðara af þeirra ^álfu um þetta sfórmál. Svo má þó ekki vera. Bar- atta þeirra, sem þetta mál snertir mest, þarf að hefjast að nýju og rekast með þeim krafti og þrautseigju, að málið nái fram að ganga. Með því leggjum við sameiginlega hð átaki til þýðingarmikils sigurs fyrir íslenzka útgerð. Sigurs, sem getur haft úrslitaþýðingu um framtíð útgerðarinnar, ekki eingöngu við Faxa- flóa, heldur og víðs vegar við strendur landsins okkar. Þessar línur mínar til Sjómannadagsblaðsins eru ritaðar í flýti, svo ég hef nú ekki tækifæri til þess að ræða landhelgismálið svo ýtarlega, sem þörf væri. Eg v.il hér aðeins undirstrika þá staðreynd, að aukin landhelgisgæzla, aukning landhelginnar og friðun uppeldisstöðva nytjafiska er knýjandi nauðsyn vegna nútíðar og framtíðar. Landhelgismálið, þar á ég við alla áðurnefnda þætti þess, er stærsta þjóðmál okkar Islendinga, en um fá mál hefur verið hljóðara, a. m. k. af hendi þings og stjórnar. Það er því nauðsynlegt, að félagssamtök sjómanna og útgerðarmanna fylgi þessu þýðingarmikla máli sem fastast eftir. Ef halda á áfram hlífðarlausri rányrkju í fiskiveiðum okkar, svo að segja upp í landsteina og inn í flesta firði af sívaxandi innlendum og erlendum veiðiflotum, fer vart hjá því, að svo fljótlega gangi á fiskistofninn, að íslenzk útgerð hljóti að dragast saman, í stað þess eðlilega að aukast samkvæmt þörfum þjóðarinnar á hverjum tíma. Því er oft skotið fram í þessu máli, að við getum sjálfir lítið aðhafzt nema með samþykki og samráði við erlendar þjóðir, einkum Breta, sem eigi hér mik- illa hagsmuna að gæta. Eg held að þetta hljóti að vera misskilningur, a. m. k. að mestu leyti. Sameigin- legir hagsmunir okkar Islendinga hljóta að gilda meira í þessu máli en hagnaðarvonir annarra. A það má og minnast, að fá eða engin lönd munu jafn opin fyrir fiskiveiðar útlendinga eins og Island. Þetta nær bæði til hafsins við strendur landsins og hafna þess. Slík löggjöf gat verið háskalítil þegar hún var sett, en reynsla undanfarinna ára hefur sýnt og sannað, að hún er það ekki lengur. Erlendar þjóðir, sem reka fiskiveiðar við strendur Islands, og sem hafa stórfelldar tálmanir heima hjá sér gagnvart fiskiveiðum útlendinga, geta ekki til þess ætlazt, að þær séu hér í hvívetna jafn réttháar og landsmenn sjálfir. Sjómannadagurinn er okkar baráttudagur og fvrst og fremst sameiginlegra grundvallarmála, sem hafa úrslitaþýðingu fyrir nútíð og framtíð. Landhelgis- málið er mál dagsins í dag og framtíðarinnar. Það kallar á sjómenn og útgerðarmenn til sameingin- legrar baráttu fyrir framgangi þess. Arngr. Fr. Bjarnason. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.