Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 28

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 28
—Wm ýt y 1 J| I IIM ■ . ...5SS£»..ííí;:*' yV „o* . • Frá fyrstu hátíðahöldum Sjómarmadagsins á Akureyr.i tímabili. Raunar er þetta ágæt mynd, þó hún sé kannske ekki sem bezt tekin, því hún sýnir ljóslega þau ítök, sem sjómannastéttin á nú í hug- um fólksins hér norður frá og góðan skilning þess á mikilvægi hennar í þjóðarbúskapnum, og þar með af- komu alls almennings. Og þó að sjálfsagt megi margt að sjómanna- stéttinni finna, er ekki hægt, eins og nú horfir, að ganga fram hjá þeirri staðreynd, að án hennar verður þjóð- arbúskapur Islendinga ekki rekinn um fyrirsjáanlega framtíð. Sjálfsagt hefur þú, lesari góður, þegar veitt því athygli,, að sneitt hefur verið hjá því að mestu leyti að nefna nöfn, og stafar það af því, að því nær engar skriflegar heimildir liggja fyrir. Allur sá nafnafjöldi manna og kvenna, sem á einn eða annan hátt hafa lagt fram krafta sína, sérþekkingu og snilligáfu, Sjó- mannadeginum til framdráttar, hef- ur hvergi verið skráður, að örfáum nöfnum undanteknum, og þó að eitt- hvað af þessum nöfnum kunni að hvíla í hugum sumra meðstarfs- manna, þá hefur það sýnt sig, að valt er að treysta á minnið eingöngu. Það ráð hefur því verið tekið, að nefna aðeins nöfn þeirra, sem mynduðu fyrsta sjómannadagsráðið, fram- kvæmdastjóranna, gefenda hinna góðu gripa, sem keppt hefur verið 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ um, og kallarans rómsterka, auk þeirra sem hlotið hafa heiðursmerki. Vissulega hefði verið fróðleikur í því, að hafa skráðar heimildir um nöfn allra þeirra, sem við Sjómanna- daginn hafa verið tengdir undanfar- in 24 ár, og kannske gaman að vissu leyti, en sennilega mundi sú upp- talning þykja nokkuð langdregin og einhæf, og þar af leiðandi líklega bezt eins og farið hefur. Vona ég fast- lega, að á þennan heimildaskort verði litið vingjarnlega og með skilningi, þar eð vafasamt er að slík nafna- skráning hafi verið möguleg. Ég get þó ekki stillt mig um að benda á, að í þessu 25. sjómannadags- ráði hér á Akureyri eru enn að verki tveir þeir sömu og valdir voru í ráð- ið 1939. Þeir eru Þorsteinn Stefáns- son og Eggert Ólafsson. Má af því sjá, hversu vel var til vandað í ráðið hið fyrsta sinni, að ennþá, eftir 25 ár, hafa engir fundizt, sem betur var treystandi. Ég held líka, að það megi kallast hástig trúfesti við málefnið, að hafa gefið kost á sér allan þennan tíma, og það því fremur sem Þor- steinn er kominn hátt á sjötugsaldur, og því auðsætt, að starfskraftar hans eru farnir að þverra til muna. Að endingu vil ég svo fyrir mína hönd og sjómannadagsráðs bera fram alúðarþakkir til allra, sem veitt hafa Sjómannadeginum liðveizlu á und- anförnum 24 árum, og þakka jafn- framt fyrir það 25. Ég þakka gefendum hinna góðu keppnisgripa fyrir þeirra mikilvægu hlutdeild í áhrifamaetti þeim, sem dagurinn hefur hlotið. Ég þakka öll- um íþróttamönnunum, sem beitt hafa orku sinni, kunnáttu og líkamsþreki til skemmtunar og ánægju áhorfend- um. Ég þakka öllum konunum, eldri og yngri, sem af eldmóði og stakri elju og trúnaði hafa byggt upp fjár- hagshliðina með merkja- og blaða- sölu. Ég þakka öllum söngkröftum, konum sem körlum, ásamt lúðra- sveitinni fyrir þeirra elskulega fram- lag. Ég þakka þeim ræðuskörungum, veraldlegum og trúarlegum, sem prýtt hafa daginn með orðsins list og andríki og miðlað hjörtunum leiðar- ljósi til eftirbreytni. Ég þakka alla fyrirgreiðslu, sem deginum hefur verið veitt, í sambandi við húsnæði og auglýsingastalrfsemi. Ég þakka öllum þeim mörgu, sem rétt hafa hálparhönd við fyrirkomulag, tækni- búnað, dóm- og löggæzlu. Ég þakka framkvæmdastjórunum fyrir þeirra röggsamlegu stjórn, og Halldóri fyr- ir kröftuga raust og kitlandi orða- val. Ég þakka öllum bæjarbúum góð- an skilning á málefninu og góða þátt- töku í starfi dagsins. Ég þakka öllum sjómannadagsráðunum, sem af að- dáanlegri þjónustulund og ræktar- semi hafa komið því til leiðar, sem greint hefur verið hér að framan. Ég þakka ráðamönnum bæjarfélags- ins fyrir þeirra lipurð og tilhliðrun- arsemi, og síðast en ekki sízt þakka ég öllum þeim opinberu aðilum, sem af góðum skilningi og velvilja hafa greitt fyrir framkvæmd Sjómanna- dagsins, og létt undir með starfi hans. Heill og hamingja fylgi ykkur öllum. Og svo óskum við Sjómannadegin- um fararheilla í framtíðinni. Akureyri í marz 1963. Egill Jóhannsson, skipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.