Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 31

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 31
MEDUSUSTRANDIÐ árið 1816 Skipströnd, skipbrotsmenn, upp- reisnir á skipum, sjóræningjar og sjórán hafa alltaf verkað sterkt á huga almennings um allan heim. Af sjóslysum er Medusastrandið í fremstu röð hvað þetta snertir. Sá atburður vakti meiri hrylling um alla Evrópu en nokkur annar at- burður svipaðrar tegundar hefur gert :"yrr og síðar. Napoleon hafði verið sigraður við Waterloo. Samkvæmt friðarsamn- ingunum áttu Bretar að skila Frökk- um aftur nokkrum löndum í Afríku, sem þeir höfðu hertekið á meðan á styrjöldinni stóð. Eitt þeirra var Senegal á vesturströnd Afríku. St. Louis var höfuðborg Senegals, hún stóð við suðurtakmörk eyðimerkur, sem talin var allt að því ófær yfir- ferðar. Til þess að efla fyrri völd sín í Senegal sendu Frakkar þangað flota fjögurra skipa með nýjan land- stjóra og fleira fólk. Skipin lögðu út frá hafnarbænum Rochefort á vest- urströnd Frakklands. Þau voru frei- gátan Medusa, corvettan Echo, birgðaskipið (flute) La Loire og briggskipið .Argus. Ostjórn og óhöpp einkenndu ferð- ina frá. upphafi. Medusa var næstum strönduð á Biscayaflóa. Vegna skekkju í útreikningnum villtist Me- dusa margar mílur út af réttri leið. Brátt urðu skipin La Loire og Argus viðskila við hana. Þann 22. júní féll 15 ára gamall piltur fyrir borð, þeg- ar skipið var út af Finisterrehöfða á Hið stórkostlega málverk Medusuflekinn, eftir Théodore Géricault. Málarinn talaði við menn, sem komust lífs af, þegar frei- gátan Medusa strandaði út af vesturströnd Afríku og kynnti sér það, sem gerzt hafði. Hann tók að beina athygli sinni að skýja- fari og sjólagi og lét smíða fleka til þess að athuga, hvernig hann hreyfðist á sjón- lun, loks lauk hann við að mála myndina árið 1819. Spáni. Löngum tíma var eytt í gagns- laust fálm, loks lét skipstjórinn setja sexróinn bát í sjóinn með aðeins þremur mönnum í, pilturinn drukkn- aði. Nóttina 29. júní kom upp eldur í skiplnu, vegna kæruleysis bakarans, eldurinn var slökktur. Daginn eftir var bakarinn valdur að annarri í- kveikju, bökunarofninn eyðilagðist. Maðurinn, sem stjórnaði þessu skipi, verður að teljast í röð hinna óhæfustu skipstjóra allra tíma. í skýrslum um Medusu-slysið er Le Chaumareys talinn gjálífur og skeyt- ingarlaus sjómaður. Hann var með fallega lagskonu sína í för með sér og birgðir af góðum vínum. Undir stjórn hans á skipinu voru 400 manns. Auk yfirmanna voru þetta setuliðsmenn, skrifstofumenn, lækn- ar, bakarar, garðyrkjumaður og auk þess nokkrar gleðikonur og ævintýra menn. Fjórir af farþegum skipsins áttu eftir að koma sérstaklega við sögu. Þeir voru: Schmaltz, hinn nýi land- stjóri, herra Picard, smávaxinn, snarráður lögfræðingur, sem var á leið til höfuðborgarinnar með fjöl- skyldu sína, miðaldra kona frá sviss- nesku Olpunum, hún hafði verið herkcna (Vivandiére) í her Napo- leons og loks herra Richefort, tal- inn málsmetandi meðlimur „Mann- úðarfélagsins frá Cape Verde“. Richefort var ungur, mjúkmáll og tölugur, honum tókst á einhvern hátt að telja Le Chaumareys trú um, að hann væri siglingafróður og reyndur sjómaður. Þó ótrúlegt sé, fékk skip- stjórinn Richefort stjórn skipsins í hendur, sjálfur fór hann undir þilj- ur cg hélt sig þar hjá lagskonu sinni og vínbirgðunum. Tenerife var fyrsti viðkomustaður Medusu. Þaðan virtist siglingaleiðin vera greið til Senegal. Vandinn virt- ist í fljótu bragði vera sá einn að halda niður með Afríkuströndinni. En á miðri leið, við Blancohöfða, er mikið rif, sem teygir sig 100 mílur til hafs. Þar sem fjöldi skipa hafði lent á þessu rifi, gaf franska flota- stjórnin Le Chaumareys skýr fyr- ir mæli um, hvernig hann ætti að haga siglingunni til þess að forðast hið hættulega neðansjávargrunn. Hinn ungi Richefort kærði sig koll- óttan um fyrirmælin og stefndi glað- ur og reifur beint á grunnið. Cor- vettan Echo, sem hafði haldið sig á eftir Medusu, sá hvað verða vildi og flýtti sér að senda út aðvörunar- merki, en lét síðan Medusu eina um að sigla sína brjálæðislegu stefnu og hélt áfram ferð sinni til Senegal án hennar. Le Chaumareys var und- ir þiljum og vissi ekkert um aðvör- unarmerkin, en Alexandre Corre- ard, ágætur vélfræðingur, sem síðar hjálpaði til að skrifa skýrslu um harmleikinn, gerði sér ljósa grein fyrir hættunni og lét skipshöfnina vita. Lögfræðingurinn Picard íilkynnti öllum, að slys væri yfirvofandi. — Maudet undirforingi mældi dýpið, skipið var komið upp á grunnsævi. En Richefort hélt sinni stefnu þrátt fyrir það. Hinn 2. júlí árið 1816 kl. 3,15 eftir hádegi strandaði skipið í sléttum sjó og undir heiðum himni I fyrstu kom ekkert annað alvar- legt fyrir, skipið stóð í sandi og var óbrotið. Allt, sem þurft hefði að gera, til þess að Medusa losnaði, var að létta hana með því að kasta fall- byssunum fyrir borð, og ef til vill mjöltunnunum, þá gat hún flotið á næsta flóði. En skipstjórinn neitaði að fórna nokkurri byssu og Schmaltz landstjóri neitaði að verða af með mjölið. Landstjórinn sagði, að skipið mundi losna samt. A næsta flóði flaut Medusa að vísu, en aðeins snöggvast. Síðan settist hún djúpí niður í sandinn. Erfitt er að leggja trúnað á þá ringulreið, sem nú hófst um borð í SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ T 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.