Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Síða 54

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Síða 54
Norðmenn eru oð koma sér upp nýtízku togaraflota til fiskveiða á heimamiðum og úthafsmiðum Norðmenn hafa samið þriggja ára áætlun um endurnýjun og nýbygg- ingu stærri fiskveiðiskipa til úthafs- veiða. Samkvæmt þessari nýju áætl- un verður veitt meira fjármagn en áður hefur verið til þess að afskrifa óhagnýt og gömul skip og auknir að verulegu leyti lánsmöguleikar til byggingar nýrra skipa. Fyrsta skrefið í þessa átt var stig- ið nú nýlega er ríkisstjórn Noregs tók inn á fjárlög sín heimild til Sta- tens Fiskarbank að greiða 7 millj. norskra króna (42 millj. ísl. kr). Lánamöguleikar bankans hafa einnig verið auknir að verulegu leyti með því, að þetta ár verða veitt- ar 58 millj. Nkr. 350 millj. ísl. kr.) á móti 37 millj. síðastliðið ár. Lánin verða veitt til nýbygginga skipa yfir 60 fet. Bankinn veitir þessi lán einn- ig með töluvert lægri vöxtum en al- mennt gerist, eða 7% á 1. veðrétt og 2% á 2. veðrétt. Á báða veðrétti er heimilt að veita allt 70 til 80% af kostnaðarverði skipanna. — Beinar styrkveitingar til skipabygginga eru ekki veittar af hálfu norska ríkisins, hins vegar veitir Statens Fiskarbank slíka styrki og fær til þess ákveðnar fjárveitingar á fjárlögum hvert ár. Þorskveiðar Norðmanna hafa um langan aldur eingöngu verið stund- aðar af smáum fiskibátum með línu og net, og um langan aldur hefur ríkt þar mikil andstaða gegn togara- útgerð, þó hefur á síðustu árum dreg- ið úr þeirri andstöðu, þegar mönnum hefur orðið ljóst, hvern óhemjuafla aðrar þjóðir hafa sótt með togara- flota sínum á fjarlæg mið, m. a. á fiskislóðir Norðmanna. I Noregi hef- ur þó verið vísir að togai’aútgerð, en heppnazt misjafnlega. Nú eru Norðmenn augsýnlega að koma sér upp glæsilegum togaraflota af nýjustu gerð, ýmist minni gerðir til veiða á nálægum heimamiðum og stóra togara til úthafsveiða. Minni togarana hafa þeir byggt sjálfir heima, eftir teikningum af „Univer- sal Star“ gerðinni (litlir skuttogar- ar), en látið smíða fyrir sig í Þýzka- landi stóra nýtízku skuttogara. Stærri gerð norskra nýsköpunartogara. \ Minni gerð norskra togara til fiskveiða á heimamiðum. íslenzkir fiskimenn skara langt- fram úr öðrum Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur skýrt frá því, að Islendingar veiði, borði og selji meiri fisk á hvern íbúa en nokkur önnur þjóð í veraldarsög- unni. Árið 1961 veiddu íslendingar 703 þúsund tonn af fiski. Það eru um það bil fjögur og hálft tonn á hvem Islending. Matvæla- og landbúnaðarstofnun- in skýrir frá því, að íslendingar flytji út 99 af hundraði af fiskafla sínum, sem sé bezta tegund af þorski, ýsu, síld, kola, lúðu og karfa eða „red fish“, sem sé sérstök íslenzk fisktegund. Árið 1961 hafi þjóðin fengið 75 millj. og 67 þús. dollara fyrir fiskaf- urðir sínar. Islendingar séu því 14. í röðinni miðað við útflutningstekj- ur af fiski. Hinir 6000 íslenzku fiskimenn afla meira en 115 tonn af fiski hver á ári. I Bandaríkjunum er meðal- talið um 25 tonn og er það talið mjög hátt. Meðalafli hvers fiskimanns í heiminum á ári er minni en 3 tonn. Matvæla- og landbúnaðarstofnun- in segir að Islendingar séu fremstir þjóða heimsins við að reyna og nota ný og nýtízkuleg veiðarfæri og tæki. Að baki hverjum íslenzkum fiski- manni sé 10 þús. dollara fjárfesting í sterkbyggðasta fiskiflota heimsins. 40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.