Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 46

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 46
Sjóvmnunémskeið Æskulýðsmðs Reykjovíkur Undanfarin ár hefur Æskulýðsráð Reykjavíkur slitið sjóvinnunámskeiði því, er það hefur gengizt fyrir hér í Reykjavík, að Hrafnistu, DAS. Mynd þessi er tekin á tröppum Hrafnistu við skólaslitin, og sjást þar nemendur sjóvinnunámskeiðsins, en sumir hafa verið þar í tvo vetur, ásamt kennurum sínum. Þessi viðleitni til að örfa áhuga ung- menna á því er að sjó lítur, með því að kenna þeim margs konar hnúta, vírasplæsingar, undirstöðu í netagerð, ásamt tilsögn á áttavita og margs konar fræðslu um sjófang og siglingar, sem er mjög mikilsverð bæði fyrir unglingana sjálfa og alþjóð. Ber því að stuðla að því að námskeiðum þessum verði haldið áfram og að samastaður fáist til frambúðar fyrir starfsemina. Nú er það einkum sjóveikin, sem, þrátt fyrir öll þægindin, angrar far- þegana mest, þegar vont er í sjóinn. Þegar veðrið er gott, er þetta á ann- anveg. Þá er slæpzt eða setið við hlaðin borð allskonar góðgæti, sem freistar til ofáts. Falla margir ferða- menn, sem ekki eru heilsuhraustir, fyrir slíkri freistingu og neyta rétt- anna um of. Einnig, þegar svo stend- ur á, eru læknarnir til taks til þess að aðstoða þá, sem með þurfa. Komi það fyrir til sjós, að ekki verði komizt hjá meiriháttar skurð- aðgerð, hefur læknirinn til afnota fullkomið skurðarborð, þannig gert, að það er í stöðugu jafnvægi, þótt skipið hreyfist, hann hefur einnig vald til þess að ákveða, að skipinu sé lagt til, á meðan skurðaðgerð fer fram, ef með þarf. Skipslæknar eru yfirleitt sérfræð- inar í sinni grein. Sumir eru full- orðnir menn, sem hafa gefið upp „praksis“, en vilja breyta til. Aðrir eru ungir menn, nýsloppnir frá próf- borðinu, en eru að safna sér aurum til þess að geta hafið eigin „praksis“. Arlega eru um 200 læknar skráð- ir á skip í Bandaríkjunum. Verða þeir að hafa próf frá viðurkenndum skólum. Til þess að hafa réttindi sem skipslæknar verða þeir að geta ann- azt allar almennar skurðlækningar og hafa starfað að minnsta kosti eitt ár á sjúkrahúsi við slík störf. Er þeir ráða sig í skiprúm, verða þeir að vera við því búnir að fara eina ferð til útlanda, en hún getur ef til vill varað allt að einu ári. Embættinu fylgir rúmgott herbergi í skipinu með baði. Þeir skipa öndvegi við eigið borð í fyrsta farrýmis matsal. Launin eru góð, og flest skipafélög leyfa lækn- um sínum að taka þóknun af far- þegum fyrir skoðun eða læknisráð, sem ekki er á neinn hátt í sambandi við ferðir þeirra. Skipslæknir nú á dögum er tvenní í senn, hann stundar bæði andlega og líkamlega heilsugæzlu. Hann er forustumaður í samkvæmissölunum til þess að auka glaðværð og öryggi farþeganna, og á sjúkrastofunni á- kveður hann, hvað gera skal. Hefðu gömlu skipslæknarnir verið búnir þeim hæfileikum, að geta séð inn í framtíðina, mundu þeir aldrei hafa trúað eigin augum. Frá þeim tíma er blæðandi limir voru skornir af mönnum með fullri vitund, sem var nánast slátrarastarf, hefur læknis- listinni fleygt ótrúlega fram. Hinum framsýnu og forvitnu rannsóknar- mönnum eigum við það mest að þakka. Og guði sé lof, þeir hafa ver- ið gæddir ábyrgðartilfinningu, og starfað eftir því. Ef svo hefði ekki verið, gætu smáskeinur enn í dag valdið drepi í holdi og skyndilegum kvalafullum dauða, eins og svo oft átti sér stað á löngu liðnum árum. Lauslega þýtt eftir „The Compass". Hallgrímur Jónsson. 32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.