Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 49

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 49
Síldin Á löngum tíma hefur þjóðinni lærzt það, sem hún veit og kann í dag um veiðiaðferðir og fiskimið. Þótt vafa- laust hafi gengið á ýmsu með há- karl og þorsk, þá er engum blöðum um það að fletta, að síldin hefur reynzt erfiðust, því það liðu aldir áður en mönnum lærðist að veiða hana að nokkru gagni, og allt fram á síðustu mánuði hafa nýjar aðferðir verið reyndar til að gera síldveið- amar árvissar og ábatasamar. Suðurlandssíld. Þó síldveiði í Faxaflóa sé aðeins 50 ára gömul atvinnugrein, þá eru margar aldir síðan íslenzkir sjómenn fóru að hugleiða, á hvern hátt mætti nýta þessa fisktegund. Þeir vissu, að næg síld var í Flóanum og á Sel- vogsbanka nær allt árið. Þorskur- inn, sem dreginn var á færi undir Stapagati og austur á Breddu var með troðinn maga af síld, þeir sáu hana vaða í stórum flekkjum í sjó- skorpunni og það rak kynstur af henni á land af óþekktum ástæðum. Til dæmis rak eitt sinn svo mikið af síld á fjörur Vogabænda, að það tók í klof fullorðnum manni. En þó nóg væri- af síldinni, var það verra, að menn kunnu engin ráð til þess að veiða hana, þótt þá fýsti, þó ekki væri til annars en í beitu, því síld er tálbeita á króki. Um aldamótin, eftir að frost- geymsluhúsin komu til sögunnar, hófst síldveiði í reknet í Faxaflóa. Var hún nær einvörðungu notuð til beitu, en línuveiðar voru um það leyti að útrýma handfærunum, sem verið höfðu helzta veiðarfærið :< nokkrar aldir. Lítilsháttar var saltað af síld í tunnur og smám saman varð reknetaveiði í Faxaflóa árviss at- vinnuvegur. Heldur þróaðist þessi atvinnuveg- ur — Suðurlandssíldariðnaðurinn — hægt. Hinar fljótvirku herpinótar- veiðar fyrir Norðurlandi voru aðal- og kraftblökkin síldarvertíð landsmanna. Milljónum mála af spikfeitri Norðurlandssíld var ausið upp á hverju sumri, eftir að herpinótin og hringnótin komu til sögunnar. Herpinót er veiðarfæri, sem hentaði vel í kyrrum sumarsjó yfir nótinni og var hún fest í aftur- fyrir Norðurlandi. Hinsvegar varð hún ekki notuð að gagni á umhleyp- ingasamri vertíð syðra, þar sem vest- anbrim deyr aldrei milli veðra. En nú hefur orðið breyting á, sem menn hafa tekið eftir. Nýtt ævintýri — ævintýralegra en nokkurt annað hef- ur gerzt. Síldarskip koma dag eftir dag drekkhlaðin af Suðurlandssíld, sem þau veiða í hringnætur. Ný að- ferð hefur rutt sér til rúms: kraft- blökkin. Fyrstur með kraftblökk, er bar árangur. — Sjómannadagsblaðið hafði tal af Baldri Guðmundssyni, útgerðar- manni, en skip hans, „Guðmundur Þórðarson11, sem er 200 tonna stál- skip, varð fyrsta skipið til þess að innleiða kraftblökkina hér á landi. — Við höfum ekki fundið upp kraftblökkina, segir Baldur og bros- ir. Hún hafði verið notuð í allmörg ár í Bandaríkjunum og er þaðan upprunnin. Annars er höfuðkostur- inn við blökkina sá, og það sem mestu máli skiptir, að síldarskipin losna við nótabátana og allt sem því fylgir. Blökkin er staðsett í veiði- skipinu sjálfu og dregur síldarnótina um borð í það. Utilokað væri að veiða hér syðra með sömu aðferð og tíðkast fyrir Norðurlandi — með nótabátum, því þeir verða ekki not- aðir nema þegar bezt er og blíðast. Þetta hefur verið reynt, en hefur ekki borið árangur. Annars vil ég taka það fram, segir Baldur, að það er fyrst og fremst Haraldi Ágústssyni, skipstjóra ó „Guðmundi Þórðarsyni“, að þakka, hversu vel tókst þegar í upphafi að nota blökkina. Haraldur hefur ein- mitt ritað hjá sér nokkuð um það efni, fyrstu tilraunir sínar, og er rétt að það verði birt, en það hljóðar svo: „Þann 21. júní 1959 var lagt af stað frá Reykjavík á mb. Guðmundi Þórðarsyni RE 70 til síldveiða fyrir Norðurlandi með hringnót. Utbúnaði var þannig háttað, að draga átti nót- ina með kraftblökk, sem fengin var frá Ameríku. Var nótin höfð aftast á þilfari skipsins og blökkin í bómu mastur skipsins. Enginn nótabátur var hafður meðferðis, en í þess stað var nótinni kastað beint af skipinu og hún dregin inn í það aftur að kasti loknu. Lítill stál-vélbátur var hafður meðferðis og var hann í ugl- um bakborðsmegin. Var báturinn hafður í enda nótarinnar, þegar kast- að var og síðan til þess að halda nót- inni frá skipinu meðan háfað var úr henni, svo var hann og notaður til annars, sem til féll og kom að góð- um notum. Bóma var höfð ca. 2 metra aftan við bakka skipsins. Var korkaendi Baldur Guðmundsson. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.