Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 47

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 47
Hve myndir og skuggar miklast í þínu veldi. — Eg man þig um dœgur, er skín ei af óri né kveldi. Þá lyftirðu þungum og móðum bylgjubarmi og bikar hins volduga myrkurs þú drekkur á höfin. Augu þín lykjast undir helsvörtum hvarmi, en hart þú bindur að ströndunum líkfölu tröfin. — Þá er eins og líði af landinu svipir af harmi. Þeir leita í þínum val undir marareldi, — og mœðu andlit svefnþung á svœfli og armi sjá þá, er varstu bœði lífið og gröfin. Því dagar sólina uppi um unaðarnœtur. Þú eldist ei líf við blómsins né hjartans rœtur. — Hafkvrrðin mikla leggst vfir látur og heiður, en lággeislinn vakir á þúsund sofandi augum. A firðinum varpar öndinni einstöku reyður, og uppi við land kasta sporðar glampandi baugum. Báruraddir í vogavöggunum þegia. Ein vísa er aðeins hvísluð niðri í ósi. Tíminn er kvrr. Hann stendur með logandi Ijósi og litast um eftir hverju, sem vill ekki deyja. — Og alltaf ég man þig um mánanóttina langa; þá mœna til stjarnanna skuggar eyja og dranga og vefiast í löngum örmum, sem risi og rýgur, — en röstin niðar í fiarlœgð með blandaða strauma. Þinn barmur aðeins hrœrist og hlióðlega stígur, er himneska segulfangið á móti þér hnígur. — Andvaka haf, í ómi glitrandi stranda aleinn ég dvel í stiörnuhöll minna drauma og lifi að nýju þinn Ijóma og róm í anda. — Mín léttustu spor eru grafin í þína sanda. Utsœr, þú hastar á hjartað og göfgar þess ama. Þú hylur í þögn vorn fögnuð og giörir hann ríkan. — Veröld af ekka, ég veit engan mátt þér líkan. Viljinn sig þekkir hjá þér og rís yfir hafið, — já, hafið, 'sem á ekki strönd með íjarlœgan frama, en firnaríki í auðnir skýianna grafið. Þó deyi hjá þér okkar vonir, sem nefna sig nöfnum, og nísti þinn kali vor brjóst, er vald þitt hið sama; því handan þín enginn átti að búast við höfnum. Eilífð og himinn er landsýnin þar fvrir stöfnum. — Sem leikandi börnin á ströndu, er kœtast og kvarta, með kufung og skel frá þínu banvœna fangi, ég teyga þinn óm frá stormsins og straumsins gangi, stirnandi, klökka djúp, sem átt ekkert hjarta. — Missýnir, skuggar, mókandi ey og drangi, myndaskipti þín öll, þau skulu mér fylgja. Þó kalt sé þitt brióst, þar sem blikar geislanna sylgja, þó björgin þú knýir til ákalls, en svarir ei neinu, allt það, sem hjúpur þíns hafborðs giörir að einu, hnígur að minni sál eins og ógrynnis-bylgja. (Útsœr: Einar Beneditktsson).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.