Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 44

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 44
Um skipslækna fyrr og nú Farmenn fyrri tíma áttu vissulega ekki sjö dagana sæla. Það var ekki mulið undir þá við daglegu störfin, og atlætið var ekki á marga fiska. Þó var hlutur þeirra hvað ömurleg- astur, ef veikindi eða meiðsli bar að höndum, um gagnlega læknishjálp eða umönnun var naumast að ræða. Það var venjulega hlutskipti skip- stjórans, hvort hæfileikar hans voru nokkrir á því sviði eða ekki, að vera skipslæknir, ef á þurfti að halda. Til leiðbeiningar honum í læknisstarf- inu var jafnan í skipinu með lyfja- kassanum eintak af lækningabók, Cox’s Companion. í riti þessu eru sjúkdómar og hugsanleg einkenni þeirra skráð eftir töluröð. Eftir lækn- isskoðun var því nærtækast fyrir skipstjórann að álykta veiki no. þetta eða hitt gengi að sjúklingnum, og að viðeigandi lyf, sem einnig voru tölu- sett, skyldi notuð. Er í því sambandi sögð sú saga, að skipstjóri nokkur varð uppiskroppa með lyf no. 8. Tók hann þá það ráð að blanda saman lyfi no. 5 og no. 3 í tilsvarandi hlut- föllum, og taldi hann sig þá hafa fengið það rétta. Skipslækna er getið fyrir æva löngu. Homer er að líkindum sá fyrsti er minnist á þá í hinum klass- isku bókmenntum. Kunnugt er einn- ig, að Rómverjar höfðu lækna á skip- um sínum. Dæmi eru til um það, að á ríkisárum Hadrians keisara á 2. öld, var hafður læknir fyrir hverja 210 menn á skipum hans. Kunnugt er einnig, að þegar Páll postuli tókst á hendur sínar minnisverðu sjóferðir, þá var með honum hinn frægi læknir Lúkas. Ef við minnumst þeirra tíma, er nær okkur eru, þá fara ekki sögur af því, að víkingarnir hefðu með sér lækna á hinum löngu sjóferðum sín- um. A seinni hluta miðalda fara ekki heldur neinar sögur af skips- læknum. Og þó að læknar hafi verið með á skipi einstöku sinnum, þá hefur ráðning þeirra eða vistun á skipi að líkindum verið með þeim hætti, að þeir hafa verið „gripnir“, eða það sem síðar var nefnt „Shang- haiing“. A spánska flotanum voru 85 lækn- ar og aðstoðarlæknar, þegar hann lét í haf árið 1588 til árása á England. Þeir voru raunverulegir skipslækn- ar og skipuðu embætti sem slíkir í flotanum. Um þessar mundir höfðu aðmírálar Elísabetar drottningar I. viðurkennt nytsemi þess að hafa læknisþjónust a á flotanum til þess að sjá um beilbrigði skipverja, og komið á svipaðri þjónustu. Margar eru sögurnar frá viðureign þessara herflota um það, er aðstoð- arlæknarnir voru á sífelldum þön- um fram og aftur með fullar skjólur af blóðugum höndum og fótum, sem fallið höfðu fyrir hnífum og sögum læknanna í þessum grimmilega hild- arleik, sem endaði með gífurlegum ósigri Spánverja. Fram yfir það sem læknum tókst að gera að slíkum sárum og meiðsl- um í sjóorustum, var það næsta lítið sem þeir að öðru leyti gátu linað þjáningar manna. Aðbúðin á skipun- um var yfirleitt þannig, að einstakl- ings þægindi var útilokað. Tréskipin voru mestu lekahrip. Ibúðirnar voru kaldar og rakar, og þjáðust því sjó- mennirnir stöðugt af gigt. Rottum- ar voru ásælnir félagar, og svo var skyrbjúgurinn sífellt á öðru leitinu og hjó iðulega stór skörð í skips- hafnirnar, eins og t. d. átti sér stað á skipum Magellans. Sagnfræðing- urinn Sir John Hawkins segir á ein- um stað: „10.000 enskir sjómenn dóu af þessum sjúkdómi þau 20 ár, sem ég var til sjós.“ Það var skozkur læknir á 18. öld- inni, dr. James Lind, sem á heiður- inn af því að hafa unnið bug á skyr- bjúgnum. Við fræðiiðkanir sínar datt hann niður á gamla uppfyndingu eða tilraun, sem Sir Richard Hawkins hafði gert árið 1593, sem í því var fólgin að blanda ávaxtasafa í fæði sjómannanna. Dr. Lind hefur að lík- indum sannprófað þetta ráð við skyr- bjúgnum, og síðan skrifað um það opinberlega. Arangurinn varð sá, að um 200 árum eftir að Sir Hawkins hafði fundið lausn vandamálsins, eða nákvæmlega til tekið, árið 1795, var gefin út tilskipun til brezka flotans, að hverjum skipverja skyldi reglu- lega gefinn skammtur af sítrónusafa. 30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.