Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Side 31

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Side 31
MEDUSUSTRANDIÐ árið 1816 Skipströnd, skipbrotsmenn, upp- reisnir á skipum, sjóræningjar og sjórán hafa alltaf verkað sterkt á huga almennings um allan heim. Af sjóslysum er Medusastrandið í fremstu röð hvað þetta snertir. Sá atburður vakti meiri hrylling um alla Evrópu en nokkur annar at- burður svipaðrar tegundar hefur gert :"yrr og síðar. Napoleon hafði verið sigraður við Waterloo. Samkvæmt friðarsamn- ingunum áttu Bretar að skila Frökk- um aftur nokkrum löndum í Afríku, sem þeir höfðu hertekið á meðan á styrjöldinni stóð. Eitt þeirra var Senegal á vesturströnd Afríku. St. Louis var höfuðborg Senegals, hún stóð við suðurtakmörk eyðimerkur, sem talin var allt að því ófær yfir- ferðar. Til þess að efla fyrri völd sín í Senegal sendu Frakkar þangað flota fjögurra skipa með nýjan land- stjóra og fleira fólk. Skipin lögðu út frá hafnarbænum Rochefort á vest- urströnd Frakklands. Þau voru frei- gátan Medusa, corvettan Echo, birgðaskipið (flute) La Loire og briggskipið .Argus. Ostjórn og óhöpp einkenndu ferð- ina frá. upphafi. Medusa var næstum strönduð á Biscayaflóa. Vegna skekkju í útreikningnum villtist Me- dusa margar mílur út af réttri leið. Brátt urðu skipin La Loire og Argus viðskila við hana. Þann 22. júní féll 15 ára gamall piltur fyrir borð, þeg- ar skipið var út af Finisterrehöfða á Hið stórkostlega málverk Medusuflekinn, eftir Théodore Géricault. Málarinn talaði við menn, sem komust lífs af, þegar frei- gátan Medusa strandaði út af vesturströnd Afríku og kynnti sér það, sem gerzt hafði. Hann tók að beina athygli sinni að skýja- fari og sjólagi og lét smíða fleka til þess að athuga, hvernig hann hreyfðist á sjón- lun, loks lauk hann við að mála myndina árið 1819. Spáni. Löngum tíma var eytt í gagns- laust fálm, loks lét skipstjórinn setja sexróinn bát í sjóinn með aðeins þremur mönnum í, pilturinn drukkn- aði. Nóttina 29. júní kom upp eldur í skiplnu, vegna kæruleysis bakarans, eldurinn var slökktur. Daginn eftir var bakarinn valdur að annarri í- kveikju, bökunarofninn eyðilagðist. Maðurinn, sem stjórnaði þessu skipi, verður að teljast í röð hinna óhæfustu skipstjóra allra tíma. í skýrslum um Medusu-slysið er Le Chaumareys talinn gjálífur og skeyt- ingarlaus sjómaður. Hann var með fallega lagskonu sína í för með sér og birgðir af góðum vínum. Undir stjórn hans á skipinu voru 400 manns. Auk yfirmanna voru þetta setuliðsmenn, skrifstofumenn, lækn- ar, bakarar, garðyrkjumaður og auk þess nokkrar gleðikonur og ævintýra menn. Fjórir af farþegum skipsins áttu eftir að koma sérstaklega við sögu. Þeir voru: Schmaltz, hinn nýi land- stjóri, herra Picard, smávaxinn, snarráður lögfræðingur, sem var á leið til höfuðborgarinnar með fjöl- skyldu sína, miðaldra kona frá sviss- nesku Olpunum, hún hafði verið herkcna (Vivandiére) í her Napo- leons og loks herra Richefort, tal- inn málsmetandi meðlimur „Mann- úðarfélagsins frá Cape Verde“. Richefort var ungur, mjúkmáll og tölugur, honum tókst á einhvern hátt að telja Le Chaumareys trú um, að hann væri siglingafróður og reyndur sjómaður. Þó ótrúlegt sé, fékk skip- stjórinn Richefort stjórn skipsins í hendur, sjálfur fór hann undir þilj- ur cg hélt sig þar hjá lagskonu sinni og vínbirgðunum. Tenerife var fyrsti viðkomustaður Medusu. Þaðan virtist siglingaleiðin vera greið til Senegal. Vandinn virt- ist í fljótu bragði vera sá einn að halda niður með Afríkuströndinni. En á miðri leið, við Blancohöfða, er mikið rif, sem teygir sig 100 mílur til hafs. Þar sem fjöldi skipa hafði lent á þessu rifi, gaf franska flota- stjórnin Le Chaumareys skýr fyr- ir mæli um, hvernig hann ætti að haga siglingunni til þess að forðast hið hættulega neðansjávargrunn. Hinn ungi Richefort kærði sig koll- óttan um fyrirmælin og stefndi glað- ur og reifur beint á grunnið. Cor- vettan Echo, sem hafði haldið sig á eftir Medusu, sá hvað verða vildi og flýtti sér að senda út aðvörunar- merki, en lét síðan Medusu eina um að sigla sína brjálæðislegu stefnu og hélt áfram ferð sinni til Senegal án hennar. Le Chaumareys var und- ir þiljum og vissi ekkert um aðvör- unarmerkin, en Alexandre Corre- ard, ágætur vélfræðingur, sem síðar hjálpaði til að skrifa skýrslu um harmleikinn, gerði sér ljósa grein fyrir hættunni og lét skipshöfnina vita. Lögfræðingurinn Picard íilkynnti öllum, að slys væri yfirvofandi. — Maudet undirforingi mældi dýpið, skipið var komið upp á grunnsævi. En Richefort hélt sinni stefnu þrátt fyrir það. Hinn 2. júlí árið 1816 kl. 3,15 eftir hádegi strandaði skipið í sléttum sjó og undir heiðum himni I fyrstu kom ekkert annað alvar- legt fyrir, skipið stóð í sandi og var óbrotið. Allt, sem þurft hefði að gera, til þess að Medusa losnaði, var að létta hana með því að kasta fall- byssunum fyrir borð, og ef til vill mjöltunnunum, þá gat hún flotið á næsta flóði. En skipstjórinn neitaði að fórna nokkurri byssu og Schmaltz landstjóri neitaði að verða af með mjölið. Landstjórinn sagði, að skipið mundi losna samt. A næsta flóði flaut Medusa að vísu, en aðeins snöggvast. Síðan settist hún djúpí niður í sandinn. Erfitt er að leggja trúnað á þá ringulreið, sem nú hófst um borð í SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ T 7

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.