Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 14

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 14
Á þessu vori eru liðnir nær tveir ára- tugir síðan ég var fyrst beðinn að skrifa grein í Sjómannadagsblaðið og fylgdi þessi beiðni í kjölfar þess að ég var kosinn formaður Fulltrúaráðs Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði. Þá strax var svo um talað við ritnefnd, að þótt ég í þessum skrifum mínuni mundi að sjálfsögðu fjalla að mestu leyti um málefni þessarar samtaka okkar, væri ég ekki bundinn af orðum né efni, nema sem almennt velsæmi varðaði og ekkert við því að segja, þótt ég kæmi mínum persónu- legu skoðunum á framfæri, enda alltaf skrifað undir fullu nafni. Raunin hefur orðið sú, að í þessu spjalli mínu hefi ég komið víða við, og rætt m.a. um öryggis- og skipulagsmál sjómanna- stéttarinnar, fiskveiðistefnur og land- helgismál. Oft hefi ég skrifað um einstök þingmál og lagt mat á þau bæði hrósað og fundið að efni þeirra og meðferð. Enga dul skal ég draga á, að sjálfur hefi ég fengið misk- unnarlausa gagnrýni á að viðra mínar persónulegu skoðanir á þennan hátt, á þessum vettvangi. En hitt hefur mér þótt eftirtektarverðara að flestir, sem þar hafa verið að verki hafa sjálfir verið vægðar- lausir gagnrýnendur, sem eru því miður því marki brenndir að þola hvorki and- mæli né gagnrýni. Hafa slíkir aðilar þá oft snúið máli sínu að persónulegu níði og pólitískum hótunum í stað málefnalegrar umræðu. Er það miður, en ekki einsdæmi í þjóðfélagi okkar. Þegar ég hefi sagt frá málurn sem stétt okkar varða og liggja fyrir Alþingi, hefi ég lagt mat mitt á þau og skýrt frá stöðu þeirra þar og afgreiðslu. Ég hefi reynt að láta ekki villa mér sýn hvort þar hafa átt í hlut mál sent flutt eru af flokksbræðrum mínum eða öðrum og hefi því bæði gagnrýnt og hrósað á víxl. Góð mál fara ekki alltaf eftir flokkum á Alþingi, enda sameinast menn allra flokka oft um flutning góðra mála. Ég hefi heldur ekki enn á yfir tuttugu ára þingmannsferli mínum rekist á neinn í starfi á Alþingi, sem ekki hefur viljað þjóð sinni og kjósendum vel, þótt skiptar séu skoðanir unt hverl markmið eigi að vera hverju sinni og hvaða leiðir skuli velja til að ná því. Stundum eru bornar þær sakir á þingmenn að einkahagsmunir ráði gerð- um sumra, en oftastnær held ég að sá misskilningur komi upp vegna þess að fagleg þekking þeirra á einstökum málum er að sjálfsögðu mismunandi og hljóta skoðanir á málum sem þeir nauðþekkja, að vera meira áberandi í málafiutningi þeirra. Þessi mál eru kannske tilheyrandi málaflokkum, sem þeir hafa helgað lífs- starf sitt og eru menntaðir til og hafa langa reynslu í að baki. II Að mínu mati er einn rnesti bölvaldur- inn í okkar stjórnmálalífi það, sem ég kallaði eitt sinn staðbundna fóðurlands- ást, en það má frekast skýra með því að ekki sjáist annað en það sem kjördæmi viðkomandi þingmanns komi vel, gagn- vart hagsmunum annarra eru settar hlífar á bæði borð augna svo einsýnin sé algjör. Þessu fylgir svo það sem kallað hefur verið gullrassapólitík. Þetta á ekki síður við þá sent taka líka afstöðu gagnvart stéttum og einstökum atvinnuvegum, hvar þeir telja sig helst geta sótt fylgi sitt. Víst er þetta mannlegt þótt ekki sé reisn yfir því. Lagfæringum eða breytingum á þing- störfum þykir mörgum erfitt að koma við í okkar iðnvædda þjóðfélagi, sem sífellt gerir meiri kröfur til sérfræðiþekkingar. Þingstörfin eru orðin svo margslungin að nefndarstörf Alþingis eins og þau þekkt- ust fyrir einum til tveim áratugum eiga hreinlega ekki við lengur. Það er ekki nóg að pólitískir ráðherrar sem oftast eru sama nterki brenndir og aðrir þingmenn, hafi sér til halds og trausts og til að beita fyrir sig öllurn sérfræðingum í viðkomandi ráðuneyti og opinberum stofnunum, þingnefndir verða einnig að hafa slíka menn á sínum snærum. Þingflokkar fá til þessa nokkurn styrk. en stöðugt vaxandi starf þeirra samfara auknum kostnaði, rannsóknarvinnu og staðreyndaöflun nær hvergi því sem að er stefnt. Enn má nefna leið, sem kanna ber vel meðan uimræða stendur yfir, um breytta kjördæmaskipan og endurskoðun stjórn- arskrár, en það er fastara form og kjör fleiri þingmanna af landslista flokkanna á landsvísu. Á ég þá við að þar skiptist á menn sem sjá yfir næstu þúfur og hafi þrek til að klífa fjallið til að sjá hvað tekur við hinumegin, menn sem hafa lagt sig eftir því að kynna sér hagi og háttu allra landsmanna og hafa þá betri yfirsýn og þekkingu, en þeir sem aðeins skyggnast 10 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.