Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 16
eru launaðir láta í flestum tilfellum lág-
launafólkið draga sinn vagn í kjarabar-
áttunni, því þeir korna í kjölfarið og tína
upp kjarabætur þeirra og bæta drjúgum
hluta við.
Endurteknar fréttir berast urn átök,
ósamlyndi og jafnvel verkföll vegna mis-
sættis milli þeirra sem uppfræða börn og
æskufólk þessa lands, innan skóla og
menntastofnana. Ef horft er til listsköp-
unar virðist heyra til undantekninga ef
friður ríkir innan einnar listgreinar i einu.
Túlkendur lista gera háværar kröfur um
að þjóðfélagið taki þá á framfærslu, sem
ljúka námi í sérskólum þeirra og er ekki
horft í fjölda nemenda eða þörf t.d. at-
vinnuleikhúsanna, né getu ríkissjóðs.
Flugnienn berjast við flugmenn og
sameinaðir eða sundraðir bíta þeir í
skjaldarrendur, þegar þeir eiga viðskipti
við flugrekendur. En margir þeirra og of
margir atvinnurekendur, þegar á heildina
er litið virðast ekki gera sér grein fyrir því
að aðeins tæpir tveir áratugir eru þar til
árið 2000 gengur í garð. Margir forystu-
menn launþega láta hjá líða að veita
fræðslu um grundvallarþarfir atvinnu-
rekstrar, en nota blekkingar og slagorð til
misbeitingar launþegasamtakanna í póli-
tískum til gangi.
IV
Góðviljaðir menn vilja helst ekki koma
nálægt prestskosningum vegna þeirra
vopna, sem þar er beitt og sára sem allir
hafa hlotið þegar upp er staðið. Eða er
nokkur þegar farinn að heyra um hinn
lakari kost þeirra, sem nefndir hafa verið
til biskupskjörs?
Þótt síðustu forsetakosningar færu
skaplega fram, minnist nokkur kosning-
anna ’68, þegar rógurinn og níðið tví-
mennti á lygameri landsmanna?
Og hvað eru margir úr röðum ráðandi
afla heilbrigðismála sem fylgja í fram-
kvæmd hugarfari og hugsjónum Alberts
Schweitser og Florence Nightingale?
Hvernig er samkomulagið milli þeirra
gler- og palesanderhallarmanna? Hvað
verða mörg sneiðmyndartæki hér á landi
eftir tvö ár og hve mikið af nýju stofn-
anahúsnæði sem ekki nýtist meðan sár
skortur og neyðarástand ríkir á öðrum
sviðum?
Svona má lengi halda áfram en þegar
upp er staðið er eitt sameiginlegt: Allir eru
sammála um að gera kröfur til annarra —
en sjálfs sín.
Um okkar eigin stétt — sjómannastétt-
ina er best að vera fáorður. Þegar sú staða
er komin upp að menn fá á sig ámæli fyrir
12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
að vinna mikið og reyna að vinna vel, er
illa komið í okkar málum. Sundrung og
tortryggni eru of ráðamiklir húsbændur.
Úr þeirra vist þarf íslensk sjómannastétt
að komast sem fyrst — eins og þjóðin öll.
Pétur Sigurðsson
2. áfangi Hrafnistu í Hafnarfirði í smíðum.
.lócl Fridriksson, Reyðaríirdit
Sjómenn Islands
Sjómenn íslands, hraustar hetjur,
hugumstórar hverja stund,
sigla um Ægi sumar og vetur,
i svaðilförum þroskast lund.
Þó í byljum gnötri gnoðin
í grimmdarfrosti og reiðum sjó,
fyrir dyrum vís er voðinn,
vex þeim kjarkur, þrek og ró.
Þeir, sem sœkja gull í Grœði,
svo geti lifað íslensk þjóð,
hrekjast oft um hrannarsvœði,
en hafa fullan dug og móð,
þrauka við störfin þreyttir, kaldir,
þúsund hœttur berjast við,
sigra þrautir saman valdir,
sjómenn íslands, kappalið.
Ef gyllir sól og gott er veður,
gnoðirfylla á skammri stund,
harla margt þá hugann gleður,
hugsa um vina endurfund.
Sigla um Ægi sumar og vetur,
í svaðilförum þroskast lund,
sjómenn íslands, hraustar hetjur
hugumstórar hverja stund.