Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 23
Sjötugur:
Jónas Sigurðsson,
skólastjóri Stýnmannaskólans
Eins og frá er skýrt á öðruni stað í
blaðinu. heldur Stýriiuannaskólinn nú upp
á 90 ára afmæli sitt, og svo vill til að um
það leyti varð skólastjórinn, Jónas
Sigurðsson, sjötugur, og lætur því af
störfum nú í vor, eftir nær 40 ára starf við
skólann, en í tvo áratugi var hann þar
kennari, eða frá árinu 1942—1962, en
hann tók við skólastjórn af Firðrik V.
Ólafssyni, er þá féll frá.
Jónas Sigurðsson fæddist að Ási í
Garðahreppi, en sá bær er sunnan Hafn-
arfjarðar, 13. mars árið 1911 og voru for-
eldrar hans þau Sigurður Jónsson, bóndi
og sjómaður í Ási og síðari kona hans
Guðrún Árnadóttir.
Sigurður bóndi stundaði sjóinn að
vetrarlagi og hann fórst með togaranum
Geir árið 1912. þannig að fyrstu kynni
Jónasar af sjónum voru eigi blíð. Síðar
missti hann Ásmund bróður sinn í hafið.
en hann fórst með Reykjaborginni. sem
var skotin niður í stríðinu af Þjóðverjum,
sem murkuðu skipshöfnina niður með
vélbyssu- og fallbyssuskothríð. og urðu
aðeis tveir særðir menn á fleka til frá-
sagnar um þetta atvik, en þetta var í byrj-
un stríðs árið 1941.
Jónas fór sem unglingur 1 Flensborgar-
skólann í Hafnarfirði. og síðan í Mennta-
skólann i Reykjavík, þrátt fyrir rýr efni.
Lauk hann stúdentsprófi árið 1930 og
sigldi síðan til náms í vélaverkfræði við
Technische Hochschule í Dajmstadt í
Þýskalandi, þar sem hann lauk fyrri-
hlutaprófi í vélaverkfræði þremur árum
síðar, eða árið 1932. munu bræður hans
hafa kostað hann til náms, en þá var
kreppan í algleymingi, og kom Jónas
heim til íslands, og þá lá leiðin strax á
sjóinn. Án efa til þess að afla tekna til
háskólanámsins. en af því varð þó ekki.
Stríðið braust út og lokaði námsbrautinn í
Evrópu og Jónas ílentist á íslandi og á
sjónum.
Hann hóf nám við Stýrimannaskólann;
lauk þaðan fiskimannaprófi árið 1940 og
farmannaprófi árið 1941. Þá mun Friðrik
V. Ólafsson hafa komið að máli við hann
og boðið honum að gerast kennari við
Stýrimannaskólann, og jafnframt gafst
honum kostur á að nema stjörnufræði,
siglingafræði og stærðfræði við Berkeley
háskólann í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Var Jónas þar við háskólanám í þessum
fræðum um eins árs skeið og kom síðan
heint til þess að kenna. og það hefur hann
gjört síðan, en auk þess var hann urn ára-
bil farsæll og fengsæll skipstjóri á hval-
bátum. en þeir eru senr kunnugt er, aðeins
gerðir út yfir sumarmánuðina, þegar
skólar starfa ekki.
Jónas Sigurðsson hefur verið einkar
farsæll í störfum sínum við Stýrimanna-
skólann. Hann er Ijúfur maður og flug-
gáfaður. Lika nútímamaður í besta skiln-
ingi þess orðs. Hann er afburða kennari,
sem kann sitt fag og aðrar hliðar skóla-
haldsins hefur hann einnig annast af alúð,
þannig að skólinn hefur haft sæmd af
veru hans þar.
Sem skólastjóri, kom það i hans hlut að
móta skólann að miklum breytingum í
siglingafræði, eða siglingatækni. Þetta
kann nú að virðast eðlilegur hlutur, en þó
er mikið í húfi, er meta skal gildi nýrra
siglingatækja, og hverju af því gamla ber
að hafna. Mér skilst að Jónas Sigurðsson
hafi viljað fylgja þeirri stefnu kenna
gamla stílinn áfram til fulls og líta á nýja
tækni sem viðbót, og er sú stefna farsæl.
En hvað um það, skóli hans nýtur virð-
ingarog skilríki frá honum eru tekin gild
svo að segja hvar sem er í hinum sið-
menntaða heimi. Þeir sjómenn er ráðist
hafa til starfa erlendis, hafa getið sér gott
orð hvað kunnáttu og þekkingu snertir og
við eigum úrvalsmönnum á að skipa til
sjós, hvort heldur það er á fiskiskipum,
kaupförum. eða varðskipum.
Jónas Sigurðsson hefur í sinni tíð
kappkostað að afla þekkingar til skólans.
Hann hefur farið í ótal náms- og kynnis-
ferðir til þess að kynnast nýjungum, og
kennsluháttum í sjómannaskólum er-
lendis. Hann hefur flutt þessa þekkingu
heim og eru störf hans á þessu sviði einnig
ómetanleg fyrir íslensku þjóðina.
Árið 1946 kvæntist hann konu sinni
Rálínu Árnadóttur, sem ættuð er úr Vest-
mannaeyjum. Þau eru saman enn og með
þeim rniklir kærleikar, enda bæði miklum
kostum búin.
Sjómanandagsblaðið sendir Jónasi
Sigurðssyni, konu hans og börnum góðar
kveðjur í tilefni afmælisins.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19
Þegar Jónas varð sjötugur þann 13. mars s.l. kom fjöldi manns til að færa honum
heillaóskir sínar á þessum merkisdegi. Bárust Jónasi margar fagrar gjafir bæði frá
vandamönnum svo og fyrrverandi nemendum og samstarfsmönnum í gegn um tiðina.
Myndin er af þeim hjónum Jónasi og frú Pálínu Ámadóttur við þetta tækifæri.