Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 41
verið að skammta netafjöldann, 11 karlar
með með 138 net en ef þeir eru 12 mega
netin vera 150. Það er hins vegar stað-
reynd að þar sem fleiri eru á en ellefu þá
kom þeir ekki á dekk.“
„Stundum veiddum við beinlínis í
drullu þarna fyrir austan," sagði Leó, „það
var dregið tveggja til þriggja nátta til
skreiðarvinnslu og útgerðarmennirnir
vildu hafa þetta svona. Þeir fengu sitt út úr
skreiðinni, en hlunnfóru mannskapinn
með því að gera þá hlutlausa á þennan
hátt.
„Fiskverðið er miðað við millifærslur,"
sagði Matti. „það er miðað við það að
útgerðarmaðurinn sé í fiskverkun. Hvað
heldur þú að hægt væri að eiga við skut-
togarana ef menn þyrftu að kaupa fiskinn
af þeim?“
I rabbi síðar við Kristján spurði ég hann
um samkomulagið milli þeirra feðga allra.
„Blessaður, kallinn er langfrekastur,
það kemst enginn okkar með tærnar þar
sem hann er með hælana í þeim efnum, en
eplið fellur ekki langt frá eikinni og við
Þórunn Sveinsdóttir á síltlinni.
fylgjum víst allir í kjölfarið. en pabbi á
skilið þakkir fyrir það sem hann hefur
reynt að skóla okkur til. Við höfum ekki
alltaf verið sammála, en höfum væntan-
lega náð einhverjum þroska, og kallinn
líka.“
Bylgjan þrælsigin á landleið.
Afgreiðum fljótt og vel vörur til skipa.
Hverfisgötu 61, sími 12064 og 21364.
Eftir lokun 33340.
Lúllabúð
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35
tvWS