Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 42
,sr s
11«
Búið í
skcmmtí-
skipi
í Puerto Rico á Grand Canaria
spjölluðum við nýlega, við Hall-
grim Oddsson, sem hefur verið á
flakki um álfur og lönd síðastliðin
18 ár, en ætið komið heim til ís-
lands á sumrin. Hann varð 75 ára
1/11 1980.
Hallgrímur er sonur hins kunna
hafsögumanns Odds Valentinus-
sonar frá Stykkilshólmi.
Hann var á heimaslóðum í
Hólminum sín fyrstu 25 ár, en fór
seinni árin á vetrarvertíð til
Reykjavíkur kom stundaði hann
vinnu á togurum og línubátum. Er
til Reykjavíkur kom stundaði
hann ýmis störf meðal annars sem
bílstjóri í nokkum tíma. 1940
keypti hann ásamt Valdimar
Bjömssyni frá Keflavík M/B
Guðnýju ca. 30 tonn er þá var
seglskip, breytti henni og endur-
bættu með fyllsta útbúnaði. Þeir
sóttu hana vestur um páskana, og
var hún tilbúin til síldveiða í júlí
sama ár.
Þeir létu smíða M/S Braga í
New York og silgdu honum heim
haustið 1943, og gerðu hann út frá
Reykjavík, og var Guðmundur
Símonarsson lengst af skipstjóri
þar.
Og í sambandi við útgerðina
stofnuðu 6 útgerðarmenn sam-
eignarfélagið Faxaver h/f, og
leigðu aðstöðu á Kirkjusandi en
þar var einnig lítið frystihús, og
aðstaða til saltfisks- og skreiðar-
vinnslu. Síðar keypti S.Í.S.
Kirkjusand, og var þá sameignar-
félaginu slitið, og m/s Bragi seldur
til Austfjarða, ásamt öllum er út-
gerð hans varðaði.
Fyrir um 18 árum lagði Hall-
grímur upp í langreisu, fór á bíl
sínum ásamt aftanívagni um þvera
Evrópu, allt til Gran Canarieyja.
og hafnaði á Playa del Enlis. Þar
var þá bara sandströnd, engin
byggð nema nokkrir kofar í sam-
bandi við tómatarækt.
Það er ekki nema um 13 ár síðan
fyrsta gistihúsið fyrir túrista sáust
á Playa del Enlis, en nú munu vera
þar gistirými fyrir 80 þúsund
manns á hótelum og smáhúsum.
Allt vatn er hér yfirborðsvatn,
og í vestur fjöllunum hefur dal-
verpum verið lokað og byggðar