Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 43
þar geymsluþrær til að nýta regn-
vatnið. Það kemur fyrir að vatnið
verður það lítið að það þurfi að
skammta það.
Hallgrímur var orðin leiður á að
'iggja í aftanívagninum sínum, svo
hann brá sér í það fyrir 2 árum að
kaupa í Plymouth í Englandi
skemmtiferðabát Prinsess 33 sem
er 10 metra langur og 4 metra
breiður, með 2 Volvo penta disel-
vélum, 130 hestafla hver með 2
skrúfum. Svefnpláss er fyrir 6
nianns, ásamt öllum þægindum
eldhúsi og sturtubaði, og hægt er
að keyra bátinn upp í allt að 25
sjómílur á klukkustund. Hann gaf
snekkjunni nafnið Gola en það
hét lóðsbátur föður hans sem
hann hafði notað sem lóðs á
Breiðafirði í 30 ár.
Haldið var frá Englandi til
Frakklands og siglt í gegnum
skipaskurðin Munde, sem er 450
kílómetrar með 120 slússum
(hliðum) og þaðan til Barselona.
Þaðan var haldið vestur með
Costa del sol strandarinnar til Esta
Ponca sem er smábær rétt hjá
Gibraltar, og hafði hann þar vet-
ursetu. f apríl vorið eftir var haldið
í suðurátt með viðkomu í Casa-
blanca, Akader og víðar á leiðinni
til Grand Kanary.
Vegalengdin er Hallgrímur
hafði siglt á bátnum frá Englandi
þar til hann kom á áfangastað
taldi hann vera um 1.400 sjómílur.
Hallgrímur hefur ferðast mikið
um Afríku farið yfir Saharaeiði-
mörkina og legið 3 vikur í suður
Marokkó. Hér er sjóveður flesta
daga segir Hallgrímur og sjómenn
þurfa ekki mikil hlífðarföt því þeir
fara berfættir á sjóinn, og hafa
helst einhverjar druslur til að skýla
sér fyrir sólinni. Margir af kunn-
ingjunum heimsækja hann, sem
hann hefur gaman af. Meðan
hann var með bílinn á Pleya del
Enlis, var hann leiðsögumaður
margra, bæði á verslunarferðum
úl Palma, svo og skoðunarferðum
um Gran Kanary. Hann hoppaði
upp er við sögðum honum að
kunningi hans Eggert Gíslason
skipstjóri væri væntanlegur fljót-
lega. Hann bað að bera góðar
kveðjur til kunningjanna. heima.
G.H.O.
Um
Hallgrím
Oddsson
\wmm i"' ' \fifp 1
A ft-ij