Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 45
„í hálfa öld
á höíum útf
Raití vid Boga Olaísson, skipstjóra
Einn kunnasti skipstjóri á
farskipum hér á landi er líklega
Bogi Ólafsson, eða Bogi á
Vatnajökli, eins og vinir hans
nefna hann gjarnan, og kenna
þá við fyrsta skip Jökla hf., sem
Bogi stýrði í áraraðir, ásamt
öðrum skipum sama félags.
Hann hefur verið til sjós í
hálfa öld, það er munstraður á
skip og er enn á sjó, með annan
fótinn að minnsta kosti. Hann
var nýkominn utan úr heimi,
þegar við hjá Sjómannadags-
blaðinu hittum hann að máli, en
þá var hann með flutningaskip-
ið Mávinn, en hann er einn af
eigendum þess skips, og siglir
því oft sjálfur, eða hefur gjört
það allt fram á seinustu daga.
Mýramaður til sjós
— Það er ekki auðvelt að segja
hvers vegna maður gerist sjómað-
ur, segir Bogi Ólafsson, er við sitj-
um í stofu hans í Miðtúni 34 í
Reykjavík. — Ég veit það ekki
einu sinni sjálfur.
— Ég er eiginlega fæddur í
hálfgerðum skipakirkjugarði, eða
er Mýramaður. Ólst upp í Hjörsey
á Mýrum, þar sem foreldrar mínir
bjuggu þá, en þau voru Ólafur
Sigurðsson bóndi (1870—1937) og
kona hans Þórdís Bogadóttir
(1884—1972).
Mýrarnar voru þá voðalegur
staður og þar strönduðu oft skip í
hörðum veðrum, en svo sá maður
líka hin börkuðu segl bera við
bláan himin. Hafið var óendan-
lega dularfullt og Hjörsey var
einskonar skip líka, því þangað
varð ekki farið þurrum fótum. Að
vísu mátti vaða til lands á stór-
straumsfjöru, ef menn þekktu
leiðina, en í smástraumi varð að
vaða upp í háls fyrir þá sem voru
ekki háir í loftinu.
Maður lék sér í fjörunni, en
hafið þrumaði eða lék blíðlega við
ströndina 30—40 metra framund-
an bænum, en annars voru þrjú
býli í Hjörsey, þegar ég var bam.
Brimið hefur líka lamið þama
landið, og landið lamið hafið og er
talið að strandlínan hafi breyst
mikið, síðan land var numið.
Sumar jarðirnar hafa orðið að
eyjum, eins og t.d. stórbýlið
Knarrarnes, þar sem Skallagrímur
kom knerri sínum fyrst að landi og
Hjörsey mun einnig hafa verið
landföst í eina tíð, en þar ólst upp
Oddný Eykyndill, unnusta Bjarn-
ar Hítdælakappa.
Ekki var mikið sóttur sjór, en
tveir bátar voru þó á heimilinu og
Bogi Ólafsson, skipstjóri.
voru notaðir við hrognkelsaveiði á
vorin, en einnig var róið til fiskjar
vor og haust, en það var einvörð-
ungu til heimabrúks, og svo var
farið með ullina í Borgarnes á
vorin á bátum og einhverjar vistir
voru þá fluttar með áraskipum.
— Ég man nú ekki eftir neinum
ströndum, eða mannsköðum
sjálfur, en víða höfðu farist þarna
skip og maður heyrði ýmsar sagnir
og þetta kom í hugann þegar salt-
ur vindurinn söng í flúðum og
skerjum og stórhríðin næddi um
hús og jörð.
Þó strandaði þarna eitt skip
þegar ég var strákur, þýskur tog-
ari, Ulrich Schulmager, frá Cux-
haven.
Þetta var milli jóla og nýárs.
Það hafði verið vestanrok með
miklum sjógangi, en svo var hann
að ganga í norðanátt og -það var
byrjað að snjóa, eða var kominn
bylur, en þó með dúrum á milli!
Það var þá snemma morguns að
við heyrðum skipsflaut, sem klauf
vetrarmyrkrið og menn brugðu
sér út og þá sáust skipsljós úti á
víkinni. Skipið virtist fara í kaf,
því ljósin hurfu svona öðru hvoru,
en síðan strandaði togarinn og bar
þarna beinin á hleinunum.
— Það vildi nú svo vel til, þrátt
fyrir ískyggilegt útlit, að þá bjarg-
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39