Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 55

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 55
klýfum, og þær notaðar eftir að- stæðum og rokklýfirinn auðvitað minnstur klýfanna. Sú var venja nyrðra að draga klýfinn framá klýferbómuna áður en hann var heistur, en syðra var þessu öfugt farið, klýfirinn heistur fyrst og síðan dreginn fram, og var það betra vinnulag. Það var nátt- úrlega notað norðlenzka lagið á Oríon og milliklýfir dreginn fram og síðan heistur. Hvemig, sem á því hefur staðið, þá var stýrimaðurinn ekki viðbú- inn hættunni, nema hann stóð hlémegin við klýfinn, þegar hann var heistur, rokið var sterkt og þegar vindur kom í seglið kastaði það manninum útbyrðis. Ég og annar strákur til höfðum verið að baksa við stuðlínur á messanseglinu og allt í einu segir strákurinn: — Nei, sjáðu manninn, hanner fastur á önglinum — Það hafði lafað taumur á óuppgerðu færi út yfir borðstokk- inn og hneifin krækst í manninn um leið og hann barst aftur með skipinu. Sakkan kipptist út og færið rann út á eftir. Piltinum varð það fyrir að stoppa færið, sem skiljanlegt var, en þá slitnaði hneifin úr manninum, því að það var dálítil ferð á skipinu. Það var ekki auðgert að ná inn manni á seglskipunum í öskuroki. Skipstjórinn reyndi að stagvenda en skipið náðist ekki yfir stag og þá var kúvent, en maðurinn sást ekki meir. Skipstjóranum varð mikið um þetta slys. Ég heyrði hann sagði þegar hann sá, hvað gerðist: — Guð hjálpi mér — Það tekur jafnan mikið á skip- stjómarmann og oft ekki minna en aðstandendur að missa út skipverja sinn.“ Eins og segir í skránni hér að framan, var það í vetrarbyrjun 1912, sem Jóhann hélt suður og Nemendur Sjómannaskólans 1913—1914. réði sig á Haffarann, 8 tonna kútter með Sigurði í Görðunum, sem einnig átti skipið og gerði það út. Sigurður var stór útvegsbóndi í Görðum við Skerjafjörð og er af honum mikil saga bókfest bæði sem skipstjóra- og athafnamanni í búskap og útgerð. Þeir á Haffara héldu út í ann- arri viku febrúar og beint suður á Selvogsbanka, aðalveiðisvæði skútanna á vetrarvertíðum. Skipsmergðin var oft mikil á Bankanum á vertíðinni, skútum- ar gátu skipt hundruðum á litlu svæði, íslenzkar, færeyskar, franskar, og stafaði mikil hætta af þessari örtröð, í dimmviðrum og stormum. Seglskip gátu auðvitað ekki forðað sér jafnhratt hvort frá öðru og vélskipin ef þau bar sam- an í byl og stormi. Það er hald manna, að þannig hafi íslenski kútterinn Valtýr og færeyski kútt- erinn Kirstine farizt síðast í febrúar1920. Enskur togaraskipstjóri hafði séð skipin skammt frá sér áður en svart él gekk yfir og lágu þau þá sitt á hvorum bógnum. Þegar upp stytti élið, sá hann hvorugt skip- anna. Á Bankanum var vertíðar- fiskurinn, og þangað er sótt þar sem fiskurinn er, hvort heldur það er vestur á Hala eða suður á Banka. Útsynningurinn og land- synningurinn voru verstu veðrin á Bankanum og fengu Haffara- menn að kenna óþyrmilega á því síðara í fyrsta túrnum á vertíðinni. Veiðamar gengu þeim á Haff- ara ágæta vel í vikutíma og höfðu þá fengið um 7 þúsund talda fiska, en þá skall á að morgni dags af- taka austan suðaustan rok. Það gat skipt sköpum á skútu- öld að leggja til snemma í upp- gangsveðrum. í veðurofsa var erfitt að athafna sig við að hag- ræða seglum og það réðist illa við þau. Venjan var að leggja fyrst til með fokkunni, þegar ekki var lengur veiðiveður, en fella hana síðan og heisa rokklýfinn, ef veður gerðist hart. Ævinlega var látið hala útum, það er frá landi. Ef menn voru að veiðum vestan við Vestmannaeyj- ar, sem oftast var, þá stafaði mest hættan af Eyjunum í suðvestan veðrum, og þá lagt til útum á stjómborðsbóg, en í austan og SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.