Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 57
matarbakkamir að góðum notum
og voru þeir notaðir sem skóflur,
en fiski kastað yfir eftir því sem til
hans náðist.
Þeir unnu við kertaljós í lest-
inni. Það var alla tíð svo á skút-
unum, að unnið var við kertaljós í
lestinni en karbítljós á dekkinu og
einnig á togurunum, jafnvel eftir
þeir voru raflýstir voru notuð kerti
í lestinni fram eftir öllu. Jóhann
man til dæmis eftir því á Draupni,
sem var raflýstur úti í Grimsby,
þegar Jóhann var á honum 1922.
Haffarinn veltist stjómlaust á
hliðinni undan veðri og sjó meðan
skipshöfnin hamaðist í lestinni og
fljótlega tók skipið að síga aftur á
réttan kjöl, því að mannskapnum
sóttist fljótt að skófla saltinu og
fiskinum yfir í bakborðssíðuna.
Þegar þeir höfðu lokið við að
rétta skipið, þurftu þeir að geta
komizt upp á dekk að vinna við
seglin. Þeir höfðu neglt ramlega
yfir lúkarsgatið og vildu ekki
brjótast þar upp, heldur tóku það
ráð að brjóta sér leið í gegnum
þilið milli lestar og káetu, og varð
þannig gengt upp á dekkið.
Þrír menn og einn af þeim Jó-
hann skriðu fram með lunning-
unni og fram í stafn, klýfirbóman
hafði brotnað en hékk á stögum
og slóst í skipið. Þeir hjuggu hana
frá og tóku fokkuna og tóku tvö rif
í hana á einni riflínu og heistu
hana síðan og höfðu hana bakk,
eins og stormklýfinn áður.
Þegar skipshöfnin hafði gengið
frá öllu í lest og ofandekks eins
tryggilega og kostur var á og fóru
undir þiljur að taka til hendi í
lúkamum, þá fyrst tóku þeir eftir,
að það vantaði einn manninn.
Þegar skipið fékk á sig brotsjó-
inn, voru sem fyrr segir allir af
dekkvaktinni komnir upp nema sá
sem stanzaði til að fá sér bita af
soðningunni, sem kokkurinn var
að færa upp. Hann hitti þannig á,
að vera að fara upp úr lúkamum
um leið og sjórinn skall yfir skipið
og mun manninn hafa tekið út um
leið og lúkarskappann. Hinir allir
voru komnir aftar á dekkið, en sáu
ekki hvað gerðist, því að allir lágu
þeir undir áföllum; tvo þeirra tók
sjórinn uppí reiða og var það
hending ein að þeir menn fóru
ekki útbyrðis. Þeir sem voru niðri í
lúkamum sáu náttúrlega ekki
heldur hver urðu afdrif þessa
manns. í hamagangi skipshafnar-
innar við að bjarga skipinu gaf sig
enginn að því að telja saman
mannskapinn, enda ekkert tæki-
færi til þess, menn voru að vinna
um allt skip við lélega birtu.
Soðningarbitinn hafði sem sé
orðið þessum manni að aldurtila.
Þetta var ungur og ágætur maður,
röskur og ekki vanur að vera síð-
astur á dekk, en honum lá ekkert
á, það komust ekki allir að pump-
unni í einu, hvort eð var.
Um morguninn lægði veðrið og
þeir gátu farið að sigla heim á leið
á Haffaranum og tóku þá vara-
stórseglsgaffal og notuðu fyrir
klýfirbómu og gekk þeim heim-
ferðin vel.
í þessu veðri fórst skútan Geir
með öllum mönnum. í blaða-
fregnum á þessum tíma munu þeir
hafa verið taldir 27. Það voru mest
Hafnfirðingar eða 15 sagðir. Jó-
Jóhann Stefansson, skipstjóri.
SJÓMANNASAGSBLAÐIÐ 51