Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 71
skörð, stór og smá, í framvarðar-
sveit staðarins, eskfirsku sjó-
mannastéttina. Nú síðast, 30. apríl
1979, fóst í utanverðum Reyðar-
firði vélbáturinn Hrönn SH 149
sem nýlega hafði verið keyptur til
Eskifjarðar. Með bátnum fórust 6
menn, vel kynntir og þekktir að
mannkostum. Ekki skal farið út í
það hér hvílíkur harmur og skaði
slys sem þetta er litlum stað sem
Eskif jörður er.
Minnisvarðanefnd kjörin
Okkur, sem vorum í Sjómanna-
dagsráði þetta árið og hafði verið
falið að sjá um hefðbundin hátíð-
arhöld á sjómannadaginn, var því
mikill vandi á höndum. Sú hug-
mynd kom fram að fella niður
hátíðarhöld dagsins. Eftir íhugun
og umræður var algjör samstaða
um að halda settu striki í undir-
búningi. Jafnframt var skipuð 5
manna nefnd til að sjá um að
reistur yrði minnisvarði um
drukknaða sjómenn frá Eskifirði.
Hátíðahöld sjómannadagsins á
Eskifirði 1979 fóru fram í sólskini
og blíðskaparveðri en í skugga
sjóslyssins frá því um vorið og
fleiri slíkra. Blessuð sé minning
þeirra sem gist hafa hinu votu
gröf.
Minnisvarðanefndin kom sam-
an til fyrsta fundar 21. júní 1979.
Hana skipa: Aðalsteinn Valdi-
marsson, skipstjóri, formaður;
Guðmundur Baldursson, bygg-
ingafulltrúi, ritari; Hilmar F.
Thorarensen, bankam., gjaldkeri;
Helgi Bjömsson, sjómaður og
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 65
Nú á sjómannadaginn (14. júní
1981) er ætlunin að afhjúpa
minnisvarða um drukknaða sjó-
menn frá Eskifirði.
Eskifjörður, eins og flest ef ekki
öll íslensk sjávarpláss, hefur í
gegnum árin fært fómir þegar
Ægir konungur hefur höggvið
Gifsmynd af minnisvarðanum.
iHinnisvardi um drukknada
sjómenn írá Eskifirdi