Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 81

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 81
Geir Sigurðsson, skipstjórit iHinni íslands Geir Sigurðsson. Góðir áheyrendur. Háttvirta samkoma. Ég hefi lofað að tala hér fáein orð um fósturjörðina og íslensku þjóðina. Skáldin hafa lýst í ljóðum sín- um fegurð landsins á umliðnum árum eins og kunnugt er. Svo kvað Jónas og er sagt að Konráð Gíslason hafi dreymt þessa vísu og Jónas gert svo kvæðið: „Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár hafið er skínandi bjart.“ Með þessum bjartsýnu og þróttmiklu hvatningarorðum lýsti Jónas Hallgrímsson ættlandi voru í hinu snjalla ættjarðarljóði er hann orti fyrir hundrað árum. Og — flutt í hófl að Hótel Borg sjómannadaginn 24/6 1939 vissulega getum við íslendingar tekið af alhug undir þessi orð skáldsins, er vér lítum yfir fóstur- jörð vora og þær margvíslegu andstas'ður ljóss og lita, er hvar- vetna birtist sjónum vorum og vér getum sannarlega minnst þessara orða á þessum árstíma, sumarsins. Því hvað gefur landi voru eins fagran og bjartan svip og einmitt sumarkoman, þegar allt þar er lífsanda dregur tekur á sig nýjan og fegurri búning? Slík umskipti vekja hjá oss bjartsýni og glæða hið innra með oss trúna og traust- ið á land vort og þá möguleika sem það býr ónpitanlega yfir. Sumarið vekur einnig hjá oss löngunina eftir því að kynnast betur náttúrufegurð landsins en vér höfum gert hingað til, sjá bet- ur en áður stórbrotna náttúru þess sem mótast hefur af völdum elds og ísa og þá einnig löngun eftir því að færa oss gæði landsins sem best í nyt, svo að þessi orð Hannesar Hafstein megi verða að veruleika: „brauð veitir sonum móðurmold- in frjóa, menningin vex í lundum nýrra skóga“. Keppa að því að sannur frelsis- og framfaratími megi renna upp yfir fósturjörð vorri í andlegu og efnalegu tilliti, svo að við gætum með sanni sagt að hér lifðu frjálsir menn í frjálsu landi. Margir hinna mætustu sona fósturjarðarinnar hafa á liðnum tímum fylkt sér undir merki þeirra, er vilja stuðla að sönnum þjóðþrifum og sannri farsæld landi og lýðs. Þegar Fjölnismenn hófu endumýjunarstarf sitt með því að benda þjóðinni á það, að hún byggi í því landi, sem hefði í sér fólgna stórfellda framfaramögu- leika, hafði deyfð og drungi færst í þjóðlíf vort íslendinga. Menn höfðu misst trúna á gildi landsins, andleg og efnaleg verðmæti, þann stórfellda menningararf sem oss hafði verið eftirskilinn. Þá var það, að einn þessara framfara- manna og brautryðjenda nýrra hugsjóna skáldið og náttúrufræð- ingurinn Jónas Hallgrímsson reis upp í því skyni, að vekja til lífs þau miklu menningarverðmæti sem að miklu leyti lágu falin þjóðinni. Hann benti þjóðinni á það, að enn bíði hennar vorið, ef hún vilji að- eins taka á móti því. — Veit þá engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu fá góðs að bíða? Með öðrum orðum, þjóðlífs- vorið sé framundan, aðeins ef allir sannir íslendingar vilja taka höndum saman um viðreisn lands og þjóðar. Ennþá bíði ónumin lönd og ótal verkefni þurfi úr- lausnar við. Það er þessi sterka þjóðræknisalda sem átti svo mik- ilvægan og heilladrjúgan þátt í því að hrinda af stað þeim mörgu þjóðfélagsumbótum sem sigldu í kjölfar þessarar hreyfingar. Augu manna tóku nú að opnast SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.