Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 82

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 82
fyrir verðmætum landsins og þeir fóru betur en áður að hagnýta sér þær orkulindir og það afl sem bjó í skauti fósturjarðarinnar. Sterk vakning var hafin. Bölsýni og dapurleiki urðu að víkja fyrir bjartsýni og lífsþrótti. Margra alda kúgun og margskonar óáran hafði um langt skeið lamað orku þjóðarinnar í baráttu hennar fyrir tilveru sinni. Nú sáu menn fyrst fyrir alvöru, hvílík þörf var á nýjum átökum, ef þjóðin átti að verða sönn framfaraþjóð. Sagan geymir nöfn þeirra mörgu ágætu manna, er drýgstan þáttinn áttu í því að þjóð vor náði því að verða fullvalda. En slíkt kostaði langa og stranga baráttu. Þjóðin hafði áður verið eins og í fjötrum ófrelsis. Nú var þeim fjötrum svipt af þjóðinni og hún gat nú loks rétt úr sér. Þjóðin tók að leggja rækt við bókmenntir sínar og þau andlegu verðmæti er hún átti geymd — af þeim dýr- mæta fjársjóði gat hún sífellt tekið og fengið hvatningu og styrk. Sá stórfelldi menningararfur lýsti henni langt fram á veginn. Það tókst líka að koma á stórstígum framkvæmdum, sem gerbreyttu lífsviðhorfi þjóðarinnar. í fáum löndum hafa breyting- arnar orðið eins miklar og hér hjá oss. Er það að þakka þrotlausri baráttu fyrir bættum kjörum lands og þjóðar. Þjóðin tók að skilja það hvílík heill og gifta fylgir því landi sem skilur, hve mikilvægt það er að verða frjálst og óháð. Áður áttum vér t.d. skipaferðir og vöruflutninga að og frá landi undir erlendum þjóðum og var það oft hending ein sem réði því hvort skip kæmi hingað eða það dróst á langinn til stór- skaða fyrir þjóðina, því að undir skipaferðunum næst framleiðslu landsmanna var og verður efnaleg afkoma vor íslendinga að miklu leyti komin. Þegar þjóðin réðist í það stór- virki fyrir 25 árum síðan, að taka siglingar landsins í sínar eigin hendur, var stórt spor stigið í átt- ina í frelsisbaráttu vorri, enda hefir það orðið oss til sannrar blessunar og þjóðþrifa, og var þetta oss ómetanlegur styrkur í ófriðarbáli því er þá geisaði um heiminn. Aukning skipastóls vors varð til þess að efla framfarir og möguleika vora út á við með bættum verslunarviðskiptum við útlönd. Sjálfstæðisþráin var vöknuð í hugum og hjörtum þjóðarinnar og henni varð að fullnægja. Frelsishreyfingar þær sem gengu yfir löndin, bárust einnig hingað heim til íslands og eftir langa baráttu tókst að endur- heimta sjálfstæði það er þjóðin hafði átt í upphafi Islandsbyggðar (en að nokkru leyti glatað fyrir löngu). Nú rann upp fagur frelsisröðull yfir landi voru og þjóð. Menn fóru að trúa og treysta á landið og þau framfaraskilyrði er það byggi yfir. Framfarirnar urðu svo hraðar, að fá lönd hafa sömu sögu að segja og vér íslendingar í þeim efnum, það sem af er þessari öld, en þess ber líka að gæta að við höfum dregist langt aftur úr öðr- um nærliggjandi löndum, þjóðin bjó að sínu fyrra kyrrstöðu lífi. Frá einangrun og fásinni breyttist þjóðin yfir í það að verða menningarþjóð, sem stæði jafn- fætis öðrum þjóðum í ýmsum efnum. Vér þekkjum allir hið heilladrjúga starf Jóns Sigurðsson- ar og hvílíkan þátt hann átti í því að hefja þjóð vora áleiðis í áttina til sannra framfara, hvílíka bar- áttu það kostaði hann og sjálfsaf- neitun. Að honum hvarflaði aldrei sú hugsun að gefast upp þótt erfið- lega áhorfðist, því hann trúði á þá tíð, þegar „sár fósturjarðarinnar greru til fullnustu og gróandi Oskum sjómannastéttinni til hamingju með Sjómannadaginn. Þökkum framlag sjómanna til uppbyggingar lands og lýðs LÝSI & MJÖL HF. 76 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.